Reynir festi kaup á 210 milljón króna þakíbúð Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir, stór hluthafi í Sýn og einn stofnenda Credit Info, festi kaup á 190 fermetra íbúð í nýju sjö hæða fjölbýlishúsi við Borgartún í Reykjavík. Hann greiddi 210 milljónir fyrir eignina. Lífið 20. ágúst 2024 13:15
Play ætti að geta hækkað verð Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði. Innherji 19. ágúst 2024 17:53
SKEL eignast um þriðjungshlut í tansanísku námufélagi Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi. Innherji 18. ágúst 2024 12:23
Randy er litríkasti gaurinn í hinni geggjuðu Pittsburgh Randyland er án efa litríkasta kennileiti Pittsburgh, sumir segja í öllum Bandaríkjunum. Það er heimili listamannsins og sérvitringsins Randy Gilson og þykir svo sérstakt að það er orðið eitt vinsælasta aðdráttarafl borgarinnar. Lífið 17. ágúst 2024 09:09
Gengi bréfa Alvotech rýkur upp með innkomu erlendra sjóðastýringarrisa Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag. Innherji 15. ágúst 2024 17:39
Opið bréf til stjórnarformanns Haga Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Skoðun 15. ágúst 2024 12:30
Náð um tuttugu prósenta hlutdeild örfáum vikum eftir að salan hófst Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum. Innherji 14. ágúst 2024 06:31
Vaxtalækkanir erlendis endurspeglast ekki í gengi Icelandair Verðmatsgengi Icelandair lækkar um einungis sex prósent frá síðasta uppgjöri. Margir hefðu eflaust reiknað með meiri lækkun vegna frétta um minni umsvif en áður var gert ráð fyrir í ferðaþjónustu hérlendis. Nýtt verðmat Jakobsson Capital á flugfélaginu er 144 prósentum yfir markaðsverði. Greinandi bendir á að vextir á alþjóðamarkaði hafi lækkað skarpt frá síðasta verðmati en þær vaxtalækkanir séu ekki enn verðlagðar inn í gengi flugfélagsins. Innherji 13. ágúst 2024 12:11
Verðtryggingarskekkja bankanna í hæstu hæðum vegna ásóknar í verðtryggð lán Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella. Innherji 13. ágúst 2024 07:01
Regluverk hamlar fjárfestingu í innviðum sem dregur niður eignaverð Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 12. ágúst 2024 14:50
Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Erlent 12. ágúst 2024 13:28
Reyna að nýju að koma á kaupréttarkerfi eftir andstöðu frá Gildi Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað. Innherji 10. ágúst 2024 12:36
Stór bankafjárfestir kallar eftir „frekari hagræðingu“ á fjármálamarkaði Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir. Innherji 9. ágúst 2024 06:01
Stórt skref stigið í yfirtöku JBT á Marel Hluthafar bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) samþykktu á hluthafafundi í dag heimild til útgáfu nýs hlutafjár í tengslum við valfrjálst tilboð félagsins í allt útistandandi hlutafé í Marel hf. Viðskipti innlent 8. ágúst 2024 23:31
Veislan tekin af dagskrá FM957 Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Innlent 8. ágúst 2024 18:13
„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Viðskipti innlent 8. ágúst 2024 14:20
Varar Seðlabankann við því að endurtaka fyrri mistök með hávaxtastefnu sinni Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga. Innherji 8. ágúst 2024 12:19
Play mætt á aðalmarkað Kauphallar Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll, Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll en Fly Play hf. er 25. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nastaq Nordic í ár að því er segir í tilkynningunni. Viðskipti innlent 8. ágúst 2024 10:22
Ættu ekki að vænta kröfulækkunar á löngum ríkisbréfum þegar vextir lækka Ef marka má þróunina hjá nýmarkaðsríkjum sem hófu vaxtalækkunarferli á síðasta ári þá er ósennilegt að skuldabréfafjárfestar njóti góðs af því að færa sig yfir í lengri ríkisbréf þegar fyrstu vaxtalækkanirnar koma til framkvæmda, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, enda sé þá mestöll kröfulækkun bréfanna komin fram. Vaxtarófið á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði hefur verið niðurhallandi um nokkurt skeið, og því lítið upp úr því að hafa fyrir fjárfesta að lengja í skuldabréfasöfnum, en væntingar eru um að peningastefndin lækki vexti síðar á árinu. Innherji 7. ágúst 2024 07:30
Icelandair flutti ellefu prósent færri ferðamenn til landsins í júlí Þrátt fyrir að Icelandair hafi flutt metfjölda farþega í júlí, umsvifamesti mánuður félagsins að jafnaði á hverju ári, vegna aukningar í tengifarþegum milli Evrópu og Bandaríkjanna þá var áfram samdráttur í ferðum til Íslands en sú þróun hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjurnar. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur ferðamönnum sem komu til landsins með Icelandair fækkað um ríflega níutíu þúsund á milli ára. Innherji 6. ágúst 2024 17:45
Play í Kauphöllina Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum. Viðskipti innlent 6. ágúst 2024 14:59
„Ekkert hrun“ í ferðaþjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrirtæki illa fyrir Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina. Innherji 2. ágúst 2024 14:52
Sviptingar á markaði ættu ekki að koma á óvart í óvissu efnahagsástandi Heldur mikil bjartsýni hefur verið um nokkurt skeið í sýn margra á efnahagsástandið hér á landi, að mati hlutabréfagreinanda, sem segir að það „viti ekki á gott“ þegar ríkissjóður sé rekinn með viðvarandi halla og laun hækki stöðugt umfram framleiðni, og því eigi sviptingar á hlutabréfamarkaði ekki að koma á óvart. Við þessar aðstæður séu fjárfestar að leita í öryggið en miðað við nýjustu verðmatsgreiningar eru skráð félög hins vegar að meðaltali vanmetinn um meira en 40 prósent. Innherji 1. ágúst 2024 12:18
Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Viðskipti innlent 30. júlí 2024 20:59
Aðstoðarforstjóri Play hættur Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Viðskipti innlent 30. júlí 2024 14:36
Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. Innherji 26. júlí 2024 12:24
Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð. Viðskipti innlent 25. júlí 2024 16:35
Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Viðskipti innlent 25. júlí 2024 16:33
Bein útsending: Play kynnir uppgjör Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 25. júlí 2024 15:32
„Óvænt bakslag“ en ein verðbólgumæling breytir ekki heildarmyndinni Þegar leiðrétt er fyrir sveiflukenndum liðum í vísitölu neysluverðs, ásamt ytri þáttum sem tengjast ekki íslensku hagkerfi, þá virðist verðbólguþrýstingurinn enn vera nokkuð yfir markmiði Seðlabankans þótt hann hafi vissulega minnkað frá því að hann náði hámarki. Óvænt hækkun verðbólgunnar í þessum mánuði breytir ekki heildarmyndinni, að mati hagfræðinga Arion banka, en þeir benda á að verð á bæði innlendum vörum og þjónustu hefur verið að hækka af mikið að undanförnu. Innherji 25. júlí 2024 11:50