Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. Innherji 7. febrúar 2022 09:36
Öllu flugi Play á morgun aflýst Öllum flugferðum Play á morgun hefur verið aflýst, vegna ofsaveðursins sem útlit er fyrir að skelli á landinu í nótt. Innlent 6. febrúar 2022 15:20
Fjárfesting Origo í Tempo á „spennandi tímamótum,“ virði hlutarins gæti verið tugir milljarðar Hugbúnaðarfyrirtækið Tempo, sem er að stórum hluta í eigu Origo, átti líklega „einn [sinn] mest spennandi ársfjórðung“ undir lok síðasta árs en rekstur félagsins „gekk frábærlega“ á árinu 2021. Innherji 6. febrúar 2022 15:01
Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. Innlent 6. febrúar 2022 14:20
Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Viðskipti innlent 6. febrúar 2022 08:01
Markaðsvirði Marels lækkað um 150 milljarða á fimm mánuðum Markaðsvirði Marels, langsamlega stærsta fyrirtækisins í Kauphöllinni, fór undir 600 milljarða króna í fyrsta sinn í meira en eitt ár við lokun markaða í gær. Innherji 5. febrúar 2022 12:39
Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 4. febrúar 2022 17:44
Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins. Innherji 4. febrúar 2022 08:20
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. Innlent 3. febrúar 2022 22:22
Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær. Innherji 3. febrúar 2022 10:16
Vinnsla Sjóvá á persónuupplýsingum ekki í samræmi við lög Vinnsla tryggingafélagsins Sjóvá á persónuupplýsingum í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna umferðarslyss samrýmdist ekki ákvæðum persónuverndarlaga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en brotið varðar ákvæði um fræðsluskyldu og gagnsæi um aðkomu vinnsluaðila persónuupplýsinga. Viðskipti innlent 2. febrúar 2022 15:43
Stærsti hluthafinn bætir við sig í Kviku fyrir um milljarð Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti hluthafinn í Kviku, stækkaði stöðu sína í bankanum í nýliðnum mánuði þegar hann keypti samanlagt 35 milljónir hluta að nafnvirði, sem jafngildir rúmlega 0,7 prósenta eignarhlut. Innherji 2. febrúar 2022 12:02
Hefnd busanna Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Skoðun 2. febrúar 2022 07:00
Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. Viðskipti innlent 1. febrúar 2022 22:37
Íslenski markaðurinn ódýr, einkum ef Marel er tekið út fyrir sviga Sé litið á helstu verðkennitölur íslenska hlutabréfamarkaðarins þá eru þær nokkuð lægri borið saman við helstu markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta á einkum við ef Marel, langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni hér á landi, er undanskilið í slíkum samanburði. Innherji 1. febrúar 2022 20:08
Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna. Innherji 1. febrúar 2022 14:37
PLAY boðar lægsta verðið til New York, spara milljónir dala á lítt þekktum velli Flugfélagið PLAY getur boðið lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu eftir að hafa náð hagstæðum samningum við lítinn flugvöll í nágrenni borgarinnar. Flugfélagið tryggði sér þannig mun betri kjör en keppinautar þess fá á stærri og þekktari flugvöllum í New York. Innherji 1. febrúar 2022 08:00
Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri. Innherji 31. janúar 2022 10:25
Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum. Innherji 31. janúar 2022 06:01
Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. Atvinnulíf 29. janúar 2022 10:00
Gjöfult ár fyrir vogunarsjóði sem skiluðu margir yfir 50 prósenta ávöxtun Ávöxtun flestra íslenskra vogunarsjóða, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í verðbréfum margfalt, var umtalsvert betri í fyrra en á árinu 2020 í umhverfi þar sem markaðsaðstæður einkenndust af miklum verðhækkunum hlutabréfa flestra félaga í Kauphöllinni. Innherji 28. janúar 2022 07:01
Metinnflæði í hlutabréfasjóði drifið áfram af fjárfestingum almennings Ekkert lát var á stöðugu innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á síðasta mánuði ársins 2021 en þá námu fjárfestingar í slíkum sjóðum, að frádregnu útflæði, tæplega 2,4 milljörðum króna. Innherji 27. janúar 2022 13:18
Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins. Viðskipti innlent 27. janúar 2022 10:01
Ráðinn framkvæmdastjóri hjá Brimi eftir heimaslátrunarævintýri Matís Sveinn Margeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi hf. Sveinn mun taka formlega til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 26. janúar 2022 12:49
Akureyrarvél Icelandair snúið við á miðri leið vegna „tæknilegs atriðis“ Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Akureyrar í morgun, var snúið við og flogið aftur til Reykjavíkur þegar vélin var rúmlega hálfnuð á leið sinni norður. Innlent 26. janúar 2022 12:10
Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið. Innlent 26. janúar 2022 11:46
Væntingar um bankasölu magna upp sveiflur í Kauphöllinni Fjárfestar halda að sér höndum vegna væntinga um sölu ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka en lítil velta í Kauphöllinni hefur þannig magnað upp sveiflur sem rekja má til verðlækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum. Viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði benda þó á að skráðu íslensku félögin standi á styrkum fótum og samsetning Kauphallarfélaga sé hagfelld í þessum aðstæðum. Innherji 25. janúar 2022 19:53
Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. Viðskipti innlent 25. janúar 2022 16:23
Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. Atvinnulíf 25. janúar 2022 13:12
Coripharma að sækja sér um 3 milljarða og boðar skráningu á markað á árinu Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er nú á lokametrunum með að ljúka við hlutafjáraukningu sem nemur vel á þriðja milljarð króna í gegnum lokað útboð. Innherji 25. janúar 2022 10:30