Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun

Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins.

Innherji
Fréttamynd

Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum

Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær.

Innherji
Fréttamynd

Hefnd busanna

Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks).

Skoðun
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.

Innherji
Fréttamynd

Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar

Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu

Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum.

Innherji