Yfirgefa Íslandsbanka og vilja að stjórnendur greiði sekt úr eigin vasa Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 23:50 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna hvetur neytendur til að velja með veskinu. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti félagsins frá Íslandsbanka vegna þeirra brota sem stjórnendur hans hafa gerst uppvísir að í tengslum við sölu hluta í bankanum. Þetta varð ljóst á stjórnarfundi samtakanna í dag. Ekki liggur fyrir hvaða fjármálastofnun verður fyrir valinu en framkvæmdastjóra hefur verið falið að leita tilboða í viðskiptin. Mbl.is greindi fyrst frá. „Auðvitað mun þetta ekki höggva nein stór skörð í viðskipti bankans. Neytendasamtökin eru ekki það stór aðili en við höfum nú oft sinnis bent á það að eitt af fáum tækjum sem neytendur hafa í raun og veru er veskið. Við höfum hvatt félagsmenn og aðra neytendur til að velja með veskinu, að skipta við þau fyrirtæki sem okkur hugnast að gera og við erum bara að fylgja því á borði það sem við segjum í orði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Aðspurður hvort samtökin vilji með þessu hvetja fólk til þess að færa viðskipti sín frá Íslandsbanka segir Breki að samtökin sendi bara þau almennu skilaboð til allra neytenda að þeir beini sínum viðskiptum til þeirra fyrirtækja sem þeim hugnast. Vill að stjórnendur séu sektaðir Breki segir að Neytendasamtökin vilji sjá sektargreiðslur greiddar úr vasa stjórnenda frekar en sjóðum fyrirtækjanna sjálfra. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt vegna þeirra brota sem Fjármálaeftirlitið fann í söluferlinu en þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hérlendis. „Það eru alltaf fyrirtækin sem greiða sektirnar en fyrirtæki taka ekki ákvarðanir, það eru stjórnendur eða starfsmenn sem taka ákvarðanir. Við höfum bent á að það væri nú meiri fælingarmáttur fólginn í því ef þeir sem taka ákvarðanirnar myndu greiða sektirnar en ekki fyrirtækin sjálf.“ „Það er ákveðin hætta á því, og við höfum séð það að fyrirtæki í einokunarstöðu og fákeppni hafa beinlínis lýst því yfir að sektargreiðslur muni fara áfram og lenda á herðum neytenda. Sér í lagi í ljósi þessu miklu ábyrgðar sem stjórnendur oft vísa í þegar talað er um launin þeirra þá væri nú réttast að þeir sýndu það líka í verki að ábyrgðin næði þá líka til sektargreiðslna þegar þeir taka ákvarðanir sem varða við lög, eins og í þessu tilviki.“ Mikill stormur hefur geisað um Íslandsbanka síðustu daga en lítið hefur verið um svör frá fulltrúum bankans.Vilhelm Gunnarsson Lífeyrissjóðir eigi að hafa hærra Einnig kallar Breki eftir því að lífeyrissjóðir, sem oftar en ekki eiga stóran hluta bréfa í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins, séu virkari eigendur og fari til að mynda fram á að fyrirtæki setji sér launa- og arðsemisstefnur. Ríkið fer með 42,5 prósenta hlut í Íslandsbanka en Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, og lífeyrissjóðirnir Brú, Stapi og Birta eru einnig á meðal stærstu eigenda bankans. „Þegar svona lagað gerist á vakt eigenda, hvort sem það eru brot eða mikil arðsemi, sér í lagi núna á þessum tímum þar sem allir eru hvattir til að herða óðlina og þurfa að gefa eitthvað eftir þá er arðsemi og há laun á endanum bara á ábyrgð eigenda,“ segir Breki að lokum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Félagasamtök Íslandsbanki Tengdar fréttir Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28 Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Þetta varð ljóst á stjórnarfundi samtakanna í dag. Ekki liggur fyrir hvaða fjármálastofnun verður fyrir valinu en framkvæmdastjóra hefur verið falið að leita tilboða í viðskiptin. Mbl.is greindi fyrst frá. „Auðvitað mun þetta ekki höggva nein stór skörð í viðskipti bankans. Neytendasamtökin eru ekki það stór aðili en við höfum nú oft sinnis bent á það að eitt af fáum tækjum sem neytendur hafa í raun og veru er veskið. Við höfum hvatt félagsmenn og aðra neytendur til að velja með veskinu, að skipta við þau fyrirtæki sem okkur hugnast að gera og við erum bara að fylgja því á borði það sem við segjum í orði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Aðspurður hvort samtökin vilji með þessu hvetja fólk til þess að færa viðskipti sín frá Íslandsbanka segir Breki að samtökin sendi bara þau almennu skilaboð til allra neytenda að þeir beini sínum viðskiptum til þeirra fyrirtækja sem þeim hugnast. Vill að stjórnendur séu sektaðir Breki segir að Neytendasamtökin vilji sjá sektargreiðslur greiddar úr vasa stjórnenda frekar en sjóðum fyrirtækjanna sjálfra. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt vegna þeirra brota sem Fjármálaeftirlitið fann í söluferlinu en þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hérlendis. „Það eru alltaf fyrirtækin sem greiða sektirnar en fyrirtæki taka ekki ákvarðanir, það eru stjórnendur eða starfsmenn sem taka ákvarðanir. Við höfum bent á að það væri nú meiri fælingarmáttur fólginn í því ef þeir sem taka ákvarðanirnar myndu greiða sektirnar en ekki fyrirtækin sjálf.“ „Það er ákveðin hætta á því, og við höfum séð það að fyrirtæki í einokunarstöðu og fákeppni hafa beinlínis lýst því yfir að sektargreiðslur muni fara áfram og lenda á herðum neytenda. Sér í lagi í ljósi þessu miklu ábyrgðar sem stjórnendur oft vísa í þegar talað er um launin þeirra þá væri nú réttast að þeir sýndu það líka í verki að ábyrgðin næði þá líka til sektargreiðslna þegar þeir taka ákvarðanir sem varða við lög, eins og í þessu tilviki.“ Mikill stormur hefur geisað um Íslandsbanka síðustu daga en lítið hefur verið um svör frá fulltrúum bankans.Vilhelm Gunnarsson Lífeyrissjóðir eigi að hafa hærra Einnig kallar Breki eftir því að lífeyrissjóðir, sem oftar en ekki eiga stóran hluta bréfa í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins, séu virkari eigendur og fari til að mynda fram á að fyrirtæki setji sér launa- og arðsemisstefnur. Ríkið fer með 42,5 prósenta hlut í Íslandsbanka en Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, og lífeyrissjóðirnir Brú, Stapi og Birta eru einnig á meðal stærstu eigenda bankans. „Þegar svona lagað gerist á vakt eigenda, hvort sem það eru brot eða mikil arðsemi, sér í lagi núna á þessum tímum þar sem allir eru hvattir til að herða óðlina og þurfa að gefa eitthvað eftir þá er arðsemi og há laun á endanum bara á ábyrgð eigenda,“ segir Breki að lokum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Félagasamtök Íslandsbanki Tengdar fréttir Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28 Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28
Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25