Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 14:34 Nefndin spurði fulltrúa Seðlabankans spjörunum úr. Vísir/Vilhelm Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira