Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu

Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið.

Innlent
Fréttamynd

Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni

Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina.

Innlent
Fréttamynd

Festu kaup á fasteign Sóltúns

Reginn hf., eitt stærsta fasteignafélag landsins, gekk frá kaupum á 90 prósenta hlut í félaginu Sóltúni fasteign ehf. sem á fasteign hjúkrunarheimilisins Sóltúns við samnefnda götu í Reykjavík. Um þetta er fjallað í tilkynningu sem fylgdi ársreikningi Regins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels

Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­hrifa­valdar og á­huga­fjár­festar

Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta.

Skoðun
Fréttamynd

Kaupa Esso-húsið á 1,2 milljarða króna

Félag hjónanna Birgis Bieltvedt fjárfestis og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, Eyja fjarfestingarfélag, hefur keypt fasteignina við Suðurlandsbraut 18, Esso-húsið svokallaða, af fasteignaþróunarfélaginu Festi. Kaupverðið er 1,2 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sextán milljarða króna hagnaður á krefjandi ári

Hagnaður Marel nam 102,6 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 6,8% frá árinu 2019. Alls námu tekjur félagsins 1.237,8 milljónum evra í fyrra eða um 191 milljarði króna og drógust þær saman um 3,6% í evrum talið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Össur hagnaðist um milljarð í fyrra

Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný

Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Önnur lota Wall Street við netverja

Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ávallt best að halda drottninga­rfórnum í lág­marki

Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka.

Viðskipti innlent