Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 22:24 Beitir NK kom til Norðfjarðar um hálftvöleytið í dag með 1.240 tonn af loðnu. SVN/Hafþór Eiríksson Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20