Ólafur hefur gengt hinum ýmsu hlutverkum innan Marel síðan hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2015. Áður en hann tók við framkvæmdastjórastöðu starfaði hann sem forstöðumaður nýsköpunar hjá Marel Fish.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Ólafur muni í nýju starfi bera ábyrgð á stefnu Marel Fish og hraða nýsköpun og sjálfvirkni enn frekar. Ásamt því sjái hann um að efla stöðu fyrirtækisins og tryggja stöðu þess í leiðandi stöðu á hinum ýmsu sviðum.
Ólafur er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Í tilkynningunni er haft eftir Árna Sigurðssyni, aðstoðarforstjóra Marel þar sem hann segist ánægður að fá Ólaf í nýtt starf.
„Ólafur hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika hjá Marel og vaxið með hverri áskorun. Ég er þess fullviss að hann verði farsæll í þeim verkefnum sem fram undan eru. Um leið vil ég þakka Guðbjörgu innilega fyrir verðmætt framlag í þágu Marel í gegnum árin og óska henni alls hins besta á nýjum vettvangi,” segir Árni.