Eftir bestu vitund hvers? „Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum. Umræðan 8.7.2025 12:10
Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Linda Kristinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður lánastýringar Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Harpa Baldursdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns fjármála og reksturs á Einstaklingssviði bankans. Viðskipti innlent 8.7.2025 10:45
Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum. Innlent 8.7.2025 10:29
Arion og Kvika í samrunaviðræður Stjórn Kviku banka hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Viðskipti innlent 6. júlí 2025 21:36
Nauðsynlegt að bregðast við skertri samkeppnishæfni „án tafar“ eftir sölu ríkisins Stjórnarformaður Íslandsbanka, sem hefur innleitt hvatakerfi og kaupréttaráætlun með miklum stuðningi hluthafa, segir bankann hafa misst starfsfólk vegna þess að geta ekki boðið samkeppnishæf laun og það hafi því verið nauðsynlegt að bregðast við „án tafar“ eftir að ríkið seldi allan eftirstandandi hlut sinn fyrir skemmstu. Aðeins rétt undir hundrað hluthafar, sem fóru saman með tæplega 37 prósenta eignarhlut, mættu á sérstakan hluthafafund Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar sem var boðaður í því skyni að gera breytingar á starfskjarastefnu félagsins. Innherji 6. júlí 2025 15:38
Sætta sig ekki við höfnun Kviku Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 5. júlí 2025 09:36
Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf. Viðskipti innlent 4. júlí 2025 09:53
Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements. Innherji 3. júlí 2025 06:14
Styrmir leiðir kaup á Aðalskoðun og verður framkvæmdastjóri félagsins Styrmir Þór Bragason, fjárfestir og meðal annars fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur ásamt meðfjárfesti fest kaup á Aðalskoðun og tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskoðun er eitt af umsvifameiri félögum á markaði á sviði skoðana og prófana á bifreiðum og velti um átta hundruð milljónum í fyrra. Innherji 2. júlí 2025 12:22
Gengislækkun Alvotech tók niður verðlagningu félaga í Úrvalsvísitölunni Verðlækkun hlutabréfa Alvotech olli því að verðlagning á félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI15) lækkaði í júní. Íslensk hlutabréf eru núna verðlögð miðað við hærri ávöxtunarkröfu til eigin fjár en í Bandaríkjunum, eða um 4,4%. Umræðan 2. júlí 2025 08:19
Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Viðskipti innlent 1. júlí 2025 15:49
Krónan styrkist enn þótt lífeyrissjóðir og Seðlabankinn bæti í gjaldeyriskaupin Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár. Innherji 1. júlí 2025 14:46
Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað samkomulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 1. júlí 2025 14:32
Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 1. júlí 2025 10:41
Eftirspurnin fór „langt fram úr“ áætlunum með innkomu Kviku á íbúðalánamarkað Sókn Kviku inn á íbúðalánamarkaðinn hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn bankastjórans, en á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum, vel umfram vaxtarmarkmið bankans fyrir árið í heild sinni. Til að tempra vöxtinn, sem hefur einkum verið vegna endurfjármögnunar, hefur bankinn núna hækkað lítillega vextina á nýjum breytilegum óverðtryggðum lánum en líklegt er viðmið um vægi íbúðalána af heildarlánasafni Kviku verði eitthvað hærra en áður hefur verið gefið út. Innherji 1. júlí 2025 09:27
Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Viðskipti innlent 30. júní 2025 15:42
Lífeyrissjóðir bæta nokkuð við eignarhlut sinn í Íslandsbanka Íslenskir lífeyrissjóðir, einkum Stapi, hafa á undanförnum vikum verið að bæta nokkuð við hlutabréfastöður sínar í Íslandsbanka á eftirmarkaði. Aðeins tveir sjóðir fengu úthlutað bréfum í bankanum þegar ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í síðasta mánuði. Innherji 29. júní 2025 12:29
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“ Atvinnulíf 29. júní 2025 08:01
Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. Neytendur 28. júní 2025 20:38
Forstjóri Haga segir ekki sömu rök og áður fyrir miklum hækkunum frá birgjum Það eru vonbrigði hvað matarverðbólgan virðist ætla að vera þrautseig, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins, einkum núna þegar ekki eru sömu forsendur og áður fyrir miklum kostnaðarhækkunum og hann ætlist til þess að það „speglist í verðákvörðunum okkar birgja.“ Þá boðar hann tíðindi innan skamms í tengslum við frekari arðbæran vöxt félagsins, hálfu ári eftir að kaupin á færeyska verslunarfélaginu SMS voru kláruð, og að Hagar séu á þeim vettvangi „hvergi nærri hætt.“ Innherji 28. júní 2025 13:26
Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára. Viðskipti innlent 27. júní 2025 17:08
Vægar viðreynslur en engir pervertar Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. Lífið 27. júní 2025 14:39
Ásókn í ufsa og minni tegundir dragist verulega saman með hærri veiðigjöldum Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi. Innherji 27. júní 2025 12:25
Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Skoðun 26. júní 2025 17:32
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent