Sjáðu markið: Yngstur til að bæði spila og skora fyrir ÍA Daníel Ingi Jóhannesson, leikmaður ÍA, varð á föstudagskvöld yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann átti þegar metið yfir yngsta leikmann félagsins frá upphafi. Íslenski boltinn 10. júní 2023 19:46
Sævar Atli mættur í gæsluna og sá Leikni koma til baka Sævar Atli Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, var mættur að sjá sína menn í Leikni Reykjavík spila við Grindavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur skellti hann sér í gæslu. Íslenski boltinn 10. júní 2023 18:00
„Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. Íslenski boltinn 10. júní 2023 17:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 1-1 | Dramatík í Vesturbænum þar sem gestirnir fengu færin KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir en Felix Örn Friðriksson jafnaði metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu eftir að Eyjamenn höfðu brennt af víti og skotið þrívegis í stöngina. Íslenski boltinn 10. júní 2023 17:00
Umfjöllun: FH - Breiðablik 2-2 | Fjörugum leik í Kaplakrika lyktaði með jafntefli FH og Breiðablik skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Blikar eru eftir þennan leik í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig og eru fjórum stigum á eftir toppliðinu, Víkingi. FH er svo í því fjórða með 18 stig en Valur er sæti ofar með 23 stig. Íslenski boltinn 10. júní 2023 16:58
Umfjöllun: KA - Fylkir 2-1 | Heimamenn aftur á sigurbraut KA tók á móti Fylki í leik þar sem að sæti í efri hlutanum var undir. Með sigri hefðu Fylkismenn getað komið sér í efri hluta Bestu deildarinnar, svo fór þó ekki og sigruðu KA 2-1. Íslenski boltinn 10. júní 2023 16:15
„Við þurfum að tengja saman sigra“ FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 10. júní 2023 13:33
„Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á“ FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildarinnar í dag. Liðin mættust síðastliðin mánudag í Mjólkurbikarnum og þá hafði Breiðablik betur 3-1. Íslenski boltinn 10. júní 2023 11:06
„Ég er pínu hissa á hennar hlutverki núna“ „Breiðablik hefur oft fundið einhvern neista og viljað spila svona leiki. Þegar maður horfði á liðið í dag var svolítið eins og þær séu að koðna. Hvað sem veldur því. Þær voru ósáttar með að vera ekki spáð topp sæti. Sýndu það þá, þú ert á heimavelli. Við hvað ertu hræddur?“ segir Helena Ólafssdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna. Íslenski boltinn 9. júní 2023 21:02
Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. Íslenski boltinn 9. júní 2023 18:00
Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. Íslenski boltinn 9. júní 2023 13:34
Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 9. júní 2023 11:01
„Fann að íþróttir voru mín útrás“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin aftur til Íslands eftir farsælan atvinnumannaferil í Noregi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún segist í grunninn enn vera sami leikmaður og þegar hún byrjaði að æfa fótbolta í 3. bekk. Íslenski boltinn 9. júní 2023 10:01
Helena efndi til keppni: „Þú sérð aldrei neitt út úr neinu“ Það var mikið hlegið í nýjum lið í lok síðasta þáttar af Bestu mörkunum þegar Helena Ólafsdóttir efndi til keppni á milli þeirra Margrétar Láru Viðarsdóttur og Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur. Íslenski boltinn 8. júní 2023 23:00
Grótta náði jafntefli gegn toppliðinu | Víkingskonur töpuðu sínum fyrstu stigum Jafntefli varð í báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Afturelding góðan sigur á Víkingi í Lengjudeild kvenna en Víkingar voru með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins. Fótbolti 8. júní 2023 21:12
„Hvar eru Garðbæingar?“ Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Íslenski boltinn 8. júní 2023 20:00
„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“ Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum. Íslenski boltinn 8. júní 2023 10:27
Híaði á leikmann Stjörnunnar eftir að hún skoraði sjálfsmark Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í stórleik 7. umferðar Bestu deildar kvenna í gær. Fagn leikmanns Blika eftir jöfnunarmark liðsins hefur vakið talsverða athygli. Íslenski boltinn 8. júní 2023 09:15
Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. Íslenski boltinn 8. júní 2023 08:42
Fyrrum dómari segir KSÍ gengisfella eigin herferð til stuðnings dómurum Fyrrum knattspyrnudómari segir að Knattspyrnusamband Íslands hafi gengisfellt eigin herferð til stuðnings dómurum hér á landi. Fótbolti 7. júní 2023 23:30
„Eins og við værum yfirspenntar“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að jafntefli hafi líklega verið sanngjörn úrslit í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Stjörnukonur komust yfir á 60. mínútu en Blikar jöfnuðu tíu mínútum síðar. Íslenski boltinn 7. júní 2023 21:08
„Fékk þau fyrirmæli að setja boltann út í teiginn“ Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, segist hafa óhlýðnast fyrirmælum þegar hún skoraði mark liðsins í jafnteflinu við Breiðablik, 1-1, í Bestu deild kvenna í kvöld. Andrea skoraði beint úr hornspyrnu á 60. mínútu og kom Garðbæingum yfir. Íslenski boltinn 7. júní 2023 20:58
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Stórmeistarajafntefli í Kópavogi Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í stórleik 7. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 7. júní 2023 20:15
Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 7. júní 2023 13:00
„Þú ert 27 ára gamall. Þú ert ekkert rekinn heim“ Alexander Aron Davorsson, knattspyrnumaður og þjálfari, sem í dag er þekktur sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, á að baki magnaðan feril sem leikmaður í neðri deildum Íslands. Fótbolti 7. júní 2023 12:00
„Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar“ KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í kvöld í framlengdum leik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einum leik frá úrslitaleiknum en hans lærisveinar eiga þó ærið verkefni fyrir höndum en KR mætir Víkingum á útivelli í undanúrslitum. Íslenski boltinn 7. júní 2023 00:05
Umfjöllun, viðtöl og mörk: KR - Stjarnan 2-1 | Ægir Jarl skaut KR-ingum í undanúrslit KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Stjörnunni á Meistaravöllum í kvöld. Ægir Jarl Jónasson skoraði sigurmark KR undir lok fyrri hálfleiks framlengingar og skaut KR-ingum í undanúrslit bikarsins þar sem þeir mæta Víkingum í Fossvogi. Íslenski boltinn 6. júní 2023 22:40
„Má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart“ Nýliðar FH sigruðu Selfoss 2-0 á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta nú kvöld. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og situr í 5. sæti deildarinnar. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, segir frammistöðuna í fyrri hálfleik hafa skilað liðinu þremur stigum í dag. Íslenski boltinn 6. júní 2023 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. Íslenski boltinn 6. júní 2023 22:17
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. Íslenski boltinn 6. júní 2023 22:00