Íslenski boltinn

Gott gengi Þróttara heldur á­fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Snær Ingason er nýgenginn í raðir Þróttar.
Aron Snær Ingason er nýgenginn í raðir Þróttar. þróttur

Þróttur og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í 15. umferð Lengjudeild karla í kvöld.

Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur Þrótturum vaxið ásmegin að undanförnu. Í síðustu sex leikjum hafa þeir náð í fjórtán stig og eru í 6. sæti deildarinnar með tuttugu stig.

Þróttarar voru nálægt því að vinna leikinn í Laugardalnum í kvöld og fengu góð tækifæri til þess. Kostiantyn Iaroshenko átti meðal annars skot í slá Fjölnismarksins snemma leiks og Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson skallaði í stöngina í seinni hálfleik.

Fjölnir, sem hefur gert tvö jafntefli í röð, er enn á toppi deildarinnar, nú sjö stigum á undan ÍBV og Njarðvík.

Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Þrenna Omars Sowe kom Leikni upp úr fallsæti

Eftir fjögur töp í röð vann Leiknir R. mikilvægan sigur á Gróttu, 3-1, í Lengjudeild karla í kvöld. Þá sigraði Afturelding Grindavík með þremur mörkum gegn engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×