„Kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt-núll“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:36 Jóhannes Karl Sigsteinsson tók við Stjörnunni af Kristjáni Guðmundssyni. vísir/diego Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan og góðan sigur á liði Fylkis, 0-1, í kvöld þegar þessi lið mættust í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna. „Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“ Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
„Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira