Dramatík í Eyjum ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Þór en liðin mættust í 6. umferð Lengjudeildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2021 19:51
Telur Víkinga hafa fullorðnast og hrósar þeim fyrir spilamennskuna gegn FH Frammistaða toppliðs Víkinga í 2-0 sigri liðsins á FH í leik liðanna í Pepsi Max deild karla var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Sjá má umræðuna í spilaranum hér að neðan. Íslenski boltinn 13. júní 2021 23:01
Danskur miðjumaður með átta A-landsleiki til liðs við Stjörnuna Miðjumaðurinn Casper Bisgaard Sloth hefur samið við Stjörnuna um að leika með liðinu út tímabilið í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 13. júní 2021 19:16
Sjáðu mörkin: Víkingar á toppinn, fyrsti sigur Stjörnunnar og Blikar með tak á Fylki Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjunum þremur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu sem fram fóru í gær. Íslenski boltinn 13. júní 2021 19:02
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-1 | Klaufagangur Valsmanna greiddi leið að fyrsta sigri Stjörnunnar Fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu kom gegn Íslandsmeisturum Vals sem höfðu ekki tapað leik fyrir leik dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Valur komst yfir en tvö mörk í byrjun síðari hálfleiks tryggðu Garðbæingum sigur. Íslenski boltinn 12. júní 2021 20:05
Arnar Gunnlaugsson: Kári sagði fyrir leik að Stjarnan myndi vinna Val Víkingar fóru á toppinn eftir góðan 2-0 sigur á FH. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er orðinn markahæstur í deildinni. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar kátur eftir leik. Fótbolti 12. júní 2021 19:40
„Búnir að bíða lengi eftir þessu“ Tristan Freyr Ingólfsson átti lykilþátt í sigri Stjörnunnar og Vals er fyrrnefnda liðið vann 2-1 sigur í Garðabæ síðdegis. Um er að ræða fyrsta sigur Garðbæinga í sumar. Íslenski boltinn 12. júní 2021 19:30
Höskuldur um daufan fyrri hálfleik: Þetta voru Janssen einkennin Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægður með 2-0 sigur síns liðs gegn Fylki í Pepsi Max deildinni í dag. Íslenski boltinn 12. júní 2021 16:35
Búið að bólusetja karlalið Breiðabliks, FH og Vals Búið er að bólusetja þrjú af tólf liðum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Lið Breiðabliks, FH og Vals voru öll bólusett í gær með bóluefninu frá Janssen [Johnson&Johnson]. Íslenski boltinn 11. júní 2021 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Tindastóll 2-1 | Fyrsti sigur Árbæinga Fylkir hafði betur gegn Tindastól í botnslag Pepsi Max deildar kvenna í kvöld en lokatölur voru 2-1 og var þetta fyrsti sigur Fylkis í deildinni. Íslenski boltinn 10. júní 2021 20:00
Hefur skrifað sína 76.918. og síðustu frétt Magnús Már Einarsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Fótbolta.net. Hann hefur unnið hjá vefnum undanfarin nítján ár, eða síðan hann var þrettán ára. Íslenski boltinn 9. júní 2021 13:21
Tvö tilboð borist í Brynjar Inga Brynjar Ingi Bjarnason hefur skotist upp á stjörnuhimininn undanfarnar vikur. Eftir frábæra byrjun með KA í Pepsi Max deildinni þá hefur hann nú spilað þrjá A-landsleiki í röð og skoraði hann sitt fyrsta mark í 2-2 jafnteflinu við Pólland í dag. Íslenski boltinn 8. júní 2021 19:59
„Kjaftæði“ að Valsmenn eigi mikið inni Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari sem stýrði Val til tveggja Íslandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla, segir að það sé „kjaftæði“ að Valur eigi mikið meira inni en liðið hefur sýnt í sumar. Íslenski boltinn 8. júní 2021 13:00
Mörk Vals og Víkings: Markvörðurinn mættur fram þegar Hansen jafnaði Það var dramatík á Hlíðarenda í gærkvöld þegar Valur og Víkingur mættust í toppslag einu taplausu liðanna í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 8. júní 2021 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 1-1 | Hansen tryggði Víkingum verðskuldað stig Valur og Víkingur skildu jöfn 1-1 er þau mættust í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Daninn Nikolaj Hansen var hetja gestanna er hann jafnaði leikinn í uppbótartíma. Íslenski boltinn 7. júní 2021 22:55
Bjó til mark gegn Mexíkó og þarf í kvöld að koma í veg fyrir að Víkingar taki af honum toppsætið Einu taplausu liðin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, Valur og Víkingur R., mætast á Hlíðarenda í kvöld í sannkölluðum stórleik ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Íslenski boltinn 7. júní 2021 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 1-2 | Stjarnan kom til baka í Árbæ Eftir að hafa lent 1-0 undir kom Stjarnan til baka og vann 2-1 sigur á Fylki í kvöld. Heimliðið er enn að leita sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 6. júní 2021 21:10
FH ekki í vandræðum upp á Skaga FH vann góðan 3-0 sigur á ÍA á útivelli í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 6. júní 2021 20:30
Afturelding áfram á toppnum og fyrsti sigur HK Afturelding vann 3-1 sigur á Gróttu í 5. umferð Lengjudeildar kvenna og er því Afturelding áfram á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 6. júní 2021 16:03
Níu Ólsarar sóttu fyrsta stigið Víkingur Ólafsvík varð í dag síðasta liðið í Lengjudeildinni til að koma stigi á töfluna þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Þór í Ólafsvík. Fótbolti 5. júní 2021 18:04
Umfjöllun: Tindastóll - Valur 0-5 | Valskonur svöruðu fyrir sig Valur svaraði heldur betur fyrir skellinn gegn Breiðabliki í síðustu umferð Pepsi Max deildar kvenna er liðið vann 5-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Sauðárkróki í dag. Íslenski boltinn 5. júní 2021 17:56
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 2-1 | Fyrsta tap Selfoss Selfoss tapaði sínum fyrsta leik þetta sumarið er liðið beið í lægri hlut gegn ÍBV í slagnum um Suðurland. Íslenski boltinn 5. júní 2021 17:29
„Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu“ Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigur á móti taplausu Selfoss liði í Pepsi Max deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 5. júní 2021 16:45
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 1-3 | Nýliðar Keflavíkur skelltu Íslandsmeisturunum Nýliðar Keflavíkur skelltu Íslandsmeisturum Blika 1-3 á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti sigur Keflavíkur á tímabilinu. Aerial Chavarin gerði tvö mörk fyrir Keflavíkur og reyndist hetja leiksins. Íslenski boltinn 5. júní 2021 16:40
Við fórum illa með landsliðskonur Blika í dag Keflavík landaði sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í ár gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Keflavík spilaði frábæran leik sem endaði með 1-3 útisigri.Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var í skýjunum með sigurinn. Íslenski boltinn 5. júní 2021 16:25
Fimmti sigur Fram í jafn mörgum leikjum Fram fer heldur betur af stað í Lengjudeild karla en liðið er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Íslenski boltinn 5. júní 2021 16:18
Aron Einar í stjórn Leikmannasamtakanna Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða A-landsliðs karla í knattspyrnu, fetaði í dag í fótspor Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, fyrirliða A-landsliðs kvenna, er hann var tilkynntur sem nýr stjórnarmeðlimur Leikmannasamtaka Íslands. Íslenski boltinn 5. júní 2021 07:01
ÍBV kom til baka og náði í stig gegn Kórdrengjum ÍBV og Kórdrengir gerðu 2-2 jafntefli í Vestmannaeyjum. Um var að ræða eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 4. júní 2021 20:00
Handalögmál á hliðarlínunni í Grindavík Mönnum var heitt í hamsi á hliðarlínunni undir lok leiks Grindavíkur og Selfoss í Lengjudeild karla í gær. Eitt gult spjald og eitt rautt fóru á loft. Íslenski boltinn 4. júní 2021 13:23
Þjálfari Færeyja gagnrýnir KSÍ Håcan Ericson, þjálfari færeyska landsliðsins, sendi Knattspyrnusambandi Íslands, væna pillu á blaðamannafundi í dag en liðin mætast í vináttulandsleik ytra annað kvöld. Íslenski boltinn 3. júní 2021 23:00