Jón Sveinsson: Góður sigur á erfiðum velli Fram vann Leikni 2-1 í Reykjavíkurslag. Þetta var fyrsti sigur Fram á tímabilinu og var Jón Sveinsson, þjálfari Fram, afar kátur eftir leik. Íslenski boltinn 16. maí 2022 21:35
William Cole frá FH til Borussia Dortmund FH hefur selt hinn 16 ára gamla William Cole Campbell til þýska stórliðsins Borussia Dortmund. Íslenski boltinn 16. maí 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Þorsteinn Már tryggði KR langþráðan heimasigur KR lagði Keflavík að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2022 21:10
Leiknismenn nálgast óvinsælt hálfrar aldar met sem enginn hélt að myndi falla Leiknismenn hafa ekki ekki skorað sjálfir í Bestu deildinni í sumar því eina mark liðsins var sjálfsmark í boði Eyjamanna. Nú er svo komið að met sem flestir héldu að myndu lifa að eilífðu er í smá hættu. Íslenski boltinn 16. maí 2022 14:30
Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Íslenski boltinn 16. maí 2022 14:01
Sjáðu neglu Daníels og örvfættu reynsluboltana galdra fram sigurmark Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna Valsmenn í gær en eina mark leiksins kom ekki fyrr en í uppbótartíma. FH og KA unnu einnig góða sigra þegar sjötta umferð Bestu deildarinnar fór af stað en hér má ská öll mörkin frá því í gær. Íslenski boltinn 16. maí 2022 09:31
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Valur 1-0 | Fyrsta tap Vals Oliver Haurits tryggði Stjörnunni 1-0 sigur á Val með marki í uppbótartíma er liðin mættust á Samsung-vellingum í Garðabæ í Bestu deild karla í fótbolta. Um er að ræða fyrsta tap Vals í sumar. Íslenski boltinn 15. maí 2022 21:15
Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta. Íslenski boltinn 15. maí 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KA 0-3 | Akureyringar á toppinn eftir stórsigur KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum. Íslenski boltinn 15. maí 2022 19:15
Umfjöllun og viðtöl: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. Íslenski boltinn 15. maí 2022 17:45
Ólafur vildi lítið tjá sig um mál Eggerts sem æfði með FH á meðan leyfinu stóð Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu Eggerts Gunnþórs Jónssonar inn í lið hans í dag er FH vann 2-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál hans. Íslenski boltinn 15. maí 2022 16:55
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Þróttur R. 1-2 | Endurkomusigur Þróttar í Eyjum Þróttarar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í Bestu deildinni í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 14. maí 2022 20:20
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Afturelding 1-2 | Nýliðarnir sóttu fyrsta sigurinn Nýliðarnir í Aftureldingu sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn spútnikliði Keflavíkur í Bestu-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 13. maí 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: KR 0-4 Breiðablik | Sannfærandi Blikasigur gegn bitlausu botnliði Breiðablik vann öruggan 4-0 útisigur á KR í 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Alexandra Jóhannsdóttir kom Blikum á bragðið í endurkomuleik sínum fyrir Kópavogskonur. Íslenski boltinn 13. maí 2022 22:45
Alexandra alsæl að koma heim: Þurfti að pressa smá á þá Alexandra Jóhannsdóttir kynnti sig til leiks í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld með marki eftir aðeins fimm mínútna leik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í Frostaskjóli. Alexandra hafði aðeins mætt á tvær æfingar með liðinu fyrir leik kvöldsins. Íslenski boltinn 13. maí 2022 22:15
Umfjöllun og Viðtöl: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Stjarnan og Valur mættust í Bestu deild kvenna á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Leiknum lauk með 0-2 sigri gestanna í mjög daufum og lokuðum leik. Íslenski boltinn 13. maí 2022 21:07
Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu. Íslenski boltinn 13. maí 2022 14:21
Leiknismenn að skora á rúmlega fimm klukkutíma fresti í síðustu fjórtán leikjum Mörkin láta bíða eftir sér hjá Leiknismönnum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og svo hefur í raun verið allt síðan að liðið missti framherjann Sævar Atli Magnússon í atvinnumennsku. Nú eru fimm umferðir búnar af þessu tímabili og Leiknismaður hefur enn ekki skorað fyrir Leikni í ár. Íslenski boltinn 13. maí 2022 13:00
Sjáðu fyrsta þátt Sumarmótanna: „Unnum alla leikina en töpuðum bara einum“ Gleðin var við völd í Fossvoginum á Cheerios-mótinu í fótbolta á dögunum þar sem Gaupi var á meðal gesta og heilsaði upp á unga iðkendur og kunna foreldra. Íslenski boltinn 13. maí 2022 10:00
Sjáðu slysamark í Keflavík og öll hin mörkin á Víkingakvöldi í Bestu í gær Víkingarnir úr Reykjavík og Keflavík röðuðu inn mörkum í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þessi mörk inn á Vísi. Íslenski boltinn 13. maí 2022 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 3-0 | Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik Keflavík vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Leikni í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið voru í leit að sínum fyrsta sigri fyrir leikinn, en bið Keflvíkinga er nú á enda. Íslenski boltinn 12. maí 2022 23:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 12. maí 2022 22:20
Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 12. maí 2022 16:32
Besta upphitunin: Fyrirliði Vals hrósaði umgjörðinni hjá Aftureldingu í hástert Helena Ólafsdóttir fékk fyrirliða Vals og Aftureldingar í heimsókn til að hita upp fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna sem fer af stað á morgun. Íslenski boltinn 12. maí 2022 16:00
Sjáðu nýliða KV kynna glænýjan heimavöll félagsins til leiks KV tekur á móti HK í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Í tilefni fyrsta heimaleiks sumarsins hefur félagið birt stórglæsilegt kynningarmyndband þar sem nýtt nafn heimavallar félagsins er opinberað. Íslenski boltinn 12. maí 2022 15:00
„Blikar gera það sem maður hefur ekki séð þá gera síðustu tvö ár“ Frábær byrjun Blika var til umræðu í Stúkunni í gær eftir að Blikar tryggðu sér 3-2 sigur á Stjörnunni eftir að hafa misst niður 2-0 forystu. Íslenski boltinn 12. maí 2022 13:00
„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“ Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum Íslenski boltinn 12. maí 2022 12:00
Blikar fyrsta liðið í sextán ár með fullt hús eftir fimm leiki Breiðablik komst í gærkvöldi í sannkallaðan úrvalshóp með átta öðrum liðum sem hafa náð fullkominni fimm leikja byrjun á Íslandsmótinu frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman sumarið 1959. Íslenski boltinn 12. maí 2022 11:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörkuleik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 11. maí 2022 22:23
Jón Þór: Fórum að gera hlutina hver í sínu horni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði að þótt það hafi verið svekkjandi að lenda undir blálok fyrri hálfleik hafi annað mark Vals sett hans menn út af laginu. ÍA tapaði 4-0 fyrir Val á Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 11. maí 2022 22:05