Vill finna ástríðuna á ný og afsanna hrakspár annarra í sinn garð Aron Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2023 08:00 Steven Lennon er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur á láni frá FH út tímabilið Vísir/Arnar Halldórsson Markahrókurinn Steven Lennon telur sig hafa leikið sinn síðasta leik fyrir FH. Á næstu vikum ætlar hann að sanna fyrir fólki að fótboltatöfrarnir lifi enn í sér. Á dögunum var greint frá því að Lennon, sem hefur verið einn helsti markahrókur efstu deildar undanfarinn rúma áratug, hafi gengið til liðs við Þrótt Reykjavík á láni út tímabilið frá FH en mínúturnar innan vallar hafa verið af skornum skammti fyrir Lennon hjá FH upp á síðkastið. „Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur.“ „Ég er spenntur fyrir þessari áskorun. Þróttur er félag sem býr við mjög góða aðstöðu en aðalmálið fyrir mig var að komast í lið þar sem að ég fengi fleiri mínútur inn á vellinum en var raunin hjá mér hjá FH. Ég er því mjög ánægður með að vera kominn í Þrótt og ég hlakka til að hjálpa liðinu í sinni baráttu. Ég hef bara heyrt góða hluti um Þrótt frá mönnum á borð við Nik Chamberlain (þjálfara kvennaliðs Þróttar), Sam Hewson (spilandi aðstoðarþjálfara karlaliðs Þróttar) sem og Ian Jeffs þjálfara liðsins.“ Steven Lennon mun spila með Þrótti út tímabilið.Þróttur Reykjavík En hvernig kemur það til að þú endar hér í Laugardalnum hjá Þrótti? „Ég hef ekki fengið margar mínútur inn á vellinum hjá FH upp á síðkastið og forráðamenn Þróttar höfðu verið að spyrjast fyrir um stöðu mína. Mér finnst þetta bara fullkomið tækifæri til þess að finna ástina á íþróttinni aftur. Þetta hefur verið pirrandi tímabil fyrir mig hingað til. Ég er búinn að meiðast í tvígang og það hefur reynst erfitt fyrir mig að brjóta mér leið inn í byrjunarlið FH. Þróttur var í leit að öðrum sóknarmanni og ég í leit að meiri spilatíma, þetta er því fullkomin lending.“ Erfitt ár að baki Steven Lennon er vanur því frá sínum ferli hér á landi að spila nánast alla leiki með sínu liði og í þokkabót að skora mikið af mörkum í leiðinni í þeim leikjum. Því hafa undanfarnir mánuðir tekið mikið á. „Síðasta ár var mjög erfitt fyrir alla hjá FH, við áttum skelfilegt tímabil en fyrir yfirstandandi tímabil fannst mér undirbúningstímabilið hjá okkur mjög gott, ég persónulega átti mjög gott undirbúningstímabil en meiddist svo skömmu fyrir upphaf tímabilsins.“ Lennon í leik með FH Vísir/Diego „Ég kom til baka og byrjaði minn fyrsta leik gegn ÍBV en varð þá fyrir því óláni að handleggsbrotna. Þetta hefur því verið mjög erfitt en svona er bara fótboltinn og maður getur ekki farið að taka þetta mikið inn á sig þó það sé erfitt að fara frá FH. Ég vil bara finna fyrir ástríðunni á fótboltanum á nýjan leik.“ Spilað sinn síðasta leik fyrir FH Samningur Lennon við FH er á lokametrum sínum. Telur þú þig hafa spilað þinn síðasta leik fyrir FH? „Ég hugsa að það megi orða það svo já. Samningur minn rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Ég vildi ekki sitja þann samning af mér án þess að fá einhverjar mínútur og það er því ástæðan fyrir því að ég er hér hjá Þrótti. Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur. Það er stóra ástæðan fyrir því að ég kem hingað. Ég vil skora mörk á nýjan leik og sýna fólki að ég geti það enn þá.“ „Auðvitað er þetta sárt“ Lennon á að baki 264 leiki í öllum keppnum fyrir FH og hefur hann skorað yfir 100 mörk í þeim leikjum og orðið Íslandsmeistari í tvígang með liðinu. Er það sárt fyrir þig að svona séu endalok þín hjá félaginu? „Það hefði verið sárt sama hvernig þau hefðu orðið, hvort sem að ég hefði lagt skóna á hilluna sem leikmaður félagsins eða haldið á önnur mið. Auðvitað er þetta sárt en fótboltinn er í fyrsta sæti hjá mér og ég ætla mér ekki að hanga hjá félaginu bara til þess að geta kallað mig leikmann FH. Ég vil spila fótbolta í það minnsta eitt til tvö ár í viðbót, halda áfram að njóta leiksins og það hefur ekki verið raunin undanfarna mánuði.“ Stefnir aftur á efstu deild Lennon er, ásamt Guðmundi Steinarssyni, í fjórða til fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar karla með 101 mark og þekkir ekkert annað en að spila í efstu deild. Þróttarar eru í næst efstu deild en Lennon er ekki búinn að gefa þann möguleika upp á bátinn að í nánustu framtíð muni hann spila á ný í efstu deild. „Ég er viss um að það geti gerst og það er það sem ég stefni að og vil.“ Lennon hefur fagnað ófáum mörkum í treyju FHVísir/Bára Dröfn Fram undan eru leikir með Þrótti Reykjavík sem eru þessa stundina nýliðar í mjög spennandi Lengjudeild. Hverju vill Lennon áorka á komandi vikum með félaginu sem og persónulega? „Fyrsta markmið hjá félaginu er auðvitað að halda sæti sínu í deildinni og mögulega gera atlögu að sæti í úrslitakeppninni. Við þurfum að tengja saman sigra til þess að gera það. Hvað mig sjálfan varðar er það bara þetta að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik, koma boltanum á nýjan leik í netið. Sem krakki byrjaði maður í fótbolta vegna þess að maður elskaði þessa íþrótt og ég fer vonandi að finna þá tilfinningu á nýjan leik því það hefur vantað upp á það undanfarið ár.“ FH Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Lennon, sem hefur verið einn helsti markahrókur efstu deildar undanfarinn rúma áratug, hafi gengið til liðs við Þrótt Reykjavík á láni út tímabilið frá FH en mínúturnar innan vallar hafa verið af skornum skammti fyrir Lennon hjá FH upp á síðkastið. „Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur.“ „Ég er spenntur fyrir þessari áskorun. Þróttur er félag sem býr við mjög góða aðstöðu en aðalmálið fyrir mig var að komast í lið þar sem að ég fengi fleiri mínútur inn á vellinum en var raunin hjá mér hjá FH. Ég er því mjög ánægður með að vera kominn í Þrótt og ég hlakka til að hjálpa liðinu í sinni baráttu. Ég hef bara heyrt góða hluti um Þrótt frá mönnum á borð við Nik Chamberlain (þjálfara kvennaliðs Þróttar), Sam Hewson (spilandi aðstoðarþjálfara karlaliðs Þróttar) sem og Ian Jeffs þjálfara liðsins.“ Steven Lennon mun spila með Þrótti út tímabilið.Þróttur Reykjavík En hvernig kemur það til að þú endar hér í Laugardalnum hjá Þrótti? „Ég hef ekki fengið margar mínútur inn á vellinum hjá FH upp á síðkastið og forráðamenn Þróttar höfðu verið að spyrjast fyrir um stöðu mína. Mér finnst þetta bara fullkomið tækifæri til þess að finna ástina á íþróttinni aftur. Þetta hefur verið pirrandi tímabil fyrir mig hingað til. Ég er búinn að meiðast í tvígang og það hefur reynst erfitt fyrir mig að brjóta mér leið inn í byrjunarlið FH. Þróttur var í leit að öðrum sóknarmanni og ég í leit að meiri spilatíma, þetta er því fullkomin lending.“ Erfitt ár að baki Steven Lennon er vanur því frá sínum ferli hér á landi að spila nánast alla leiki með sínu liði og í þokkabót að skora mikið af mörkum í leiðinni í þeim leikjum. Því hafa undanfarnir mánuðir tekið mikið á. „Síðasta ár var mjög erfitt fyrir alla hjá FH, við áttum skelfilegt tímabil en fyrir yfirstandandi tímabil fannst mér undirbúningstímabilið hjá okkur mjög gott, ég persónulega átti mjög gott undirbúningstímabil en meiddist svo skömmu fyrir upphaf tímabilsins.“ Lennon í leik með FH Vísir/Diego „Ég kom til baka og byrjaði minn fyrsta leik gegn ÍBV en varð þá fyrir því óláni að handleggsbrotna. Þetta hefur því verið mjög erfitt en svona er bara fótboltinn og maður getur ekki farið að taka þetta mikið inn á sig þó það sé erfitt að fara frá FH. Ég vil bara finna fyrir ástríðunni á fótboltanum á nýjan leik.“ Spilað sinn síðasta leik fyrir FH Samningur Lennon við FH er á lokametrum sínum. Telur þú þig hafa spilað þinn síðasta leik fyrir FH? „Ég hugsa að það megi orða það svo já. Samningur minn rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Ég vildi ekki sitja þann samning af mér án þess að fá einhverjar mínútur og það er því ástæðan fyrir því að ég er hér hjá Þrótti. Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur. Það er stóra ástæðan fyrir því að ég kem hingað. Ég vil skora mörk á nýjan leik og sýna fólki að ég geti það enn þá.“ „Auðvitað er þetta sárt“ Lennon á að baki 264 leiki í öllum keppnum fyrir FH og hefur hann skorað yfir 100 mörk í þeim leikjum og orðið Íslandsmeistari í tvígang með liðinu. Er það sárt fyrir þig að svona séu endalok þín hjá félaginu? „Það hefði verið sárt sama hvernig þau hefðu orðið, hvort sem að ég hefði lagt skóna á hilluna sem leikmaður félagsins eða haldið á önnur mið. Auðvitað er þetta sárt en fótboltinn er í fyrsta sæti hjá mér og ég ætla mér ekki að hanga hjá félaginu bara til þess að geta kallað mig leikmann FH. Ég vil spila fótbolta í það minnsta eitt til tvö ár í viðbót, halda áfram að njóta leiksins og það hefur ekki verið raunin undanfarna mánuði.“ Stefnir aftur á efstu deild Lennon er, ásamt Guðmundi Steinarssyni, í fjórða til fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar karla með 101 mark og þekkir ekkert annað en að spila í efstu deild. Þróttarar eru í næst efstu deild en Lennon er ekki búinn að gefa þann möguleika upp á bátinn að í nánustu framtíð muni hann spila á ný í efstu deild. „Ég er viss um að það geti gerst og það er það sem ég stefni að og vil.“ Lennon hefur fagnað ófáum mörkum í treyju FHVísir/Bára Dröfn Fram undan eru leikir með Þrótti Reykjavík sem eru þessa stundina nýliðar í mjög spennandi Lengjudeild. Hverju vill Lennon áorka á komandi vikum með félaginu sem og persónulega? „Fyrsta markmið hjá félaginu er auðvitað að halda sæti sínu í deildinni og mögulega gera atlögu að sæti í úrslitakeppninni. Við þurfum að tengja saman sigra til þess að gera það. Hvað mig sjálfan varðar er það bara þetta að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik, koma boltanum á nýjan leik í netið. Sem krakki byrjaði maður í fótbolta vegna þess að maður elskaði þessa íþrótt og ég fer vonandi að finna þá tilfinningu á nýjan leik því það hefur vantað upp á það undanfarið ár.“
FH Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira