Öll hækkun á vægi erlendra eigna stóru sjóðanna þurrkast út á árinu Sú mikla hækkun sem varð á vægi erlendra eigna hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins á árunum 2020 og 2021 þurrkaðist út á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hlutfall eigna í erlendum gjaldmiðlum í eignasafni LSR og Lífeyrissjóðs verslunarmanna er komið undir 40 prósent hjá báðum sjóðunum eftir að hafa farið hæst upp í um 45 prósent, rétt undir lögbundnu hámarki um erlendar fjárfestingar. Innherji 14. september 2022 07:01
Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. Viðskipti innlent 12. september 2022 09:58
Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. Innlent 10. september 2022 13:55
Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. Innherji 6. september 2022 18:54
Fyrstu merki um árangur í baráttunni gegn verðbólgunni Ársverðbólga hefur nú lækkað í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Seðlabankastjóri fagnar þessu og segir þetta fyrstu merki um að þjóðin sé að ná tökum á verðbólgunni. Neytendur 30. ágúst 2022 12:15
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Neytendur 30. ágúst 2022 10:13
Veruleikatenging 309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Skoðun 29. ágúst 2022 17:31
Talað í kross í peningastefnunefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf. Klinkið 29. ágúst 2022 15:10
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 21:35
„Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. Innlent 24. ágúst 2022 18:31
Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. Innherji 24. ágúst 2022 16:02
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 09:00
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 08:30
Telja að verðbólgan rjúfi tíu prósenta múrinn Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá. Viðskipti innlent 19. ágúst 2022 10:10
Mögulega minna eftir af vaxtahækkunarferli Seðlabankans en var áður óttast Vísbendingar um að mjög sé að hægja á verðhækkunum á íbúðamarkaði eru fyrstu merki þess aðgerðir Seðlabankans séu farnar að bíta fast sem gæti þýtt að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni taka að hjaðna nokkuð í kjölfarið, að mati hagfræðinga. Innherji 17. ágúst 2022 18:14
Vöruskipti óhagstæð um 31 milljarð í júlí Hagstofan var að gefa út bráðabirgðatölur um vöruskipti og samkvæmt þeim eru þau óhagstæð um sem nemur 31 milljarð króna. Atvinnulíf 8. ágúst 2022 12:58
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. Innlent 29. júlí 2022 23:00
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. Innlent 23. júlí 2022 12:10
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 15:39
Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 09:45
Ná þurfi verðbólguvæntingum niður til að stuðla að lægri verðbólgu Verðbólga kemur til með að hækka um nærri hálft prósentustig milli mánaða gangi spár eftir. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir húsnæðismál vega þyngst, þó merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði. Háar verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja valdi ákveðnum áhyggjum. Viðskipti innlent 13. júlí 2022 18:13
Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Viðskipti innlent 13. júlí 2022 09:38
Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. Neytendur 10. júlí 2022 19:29
Krónan styrkist en ekki á móti Bandaríkjadal Íslenska krónan hefur styrkst það sem af er ári á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar, að Bandaríkjadal undanskildum. Bandaríkjadalur hefur ekki verið sterkari á móti evru í 20 ár. Viðskipti innlent 8. júlí 2022 10:53
Mestu gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í einum mánuði frá upphafi mælinga Íslensku lífeyrissjóðirnir keyptu erlendan gjaldeyri fyrir um 17 milljarða króna í maí á þessu ári en það eru stórtækustu gjaldeyriskaup þeirra í einum mánuði frá því að Seðlabankinn hóf að safna gögnum um gjaldeyrisviðskipti sjóðanna árið 2017. Innherji 5. júlí 2022 08:59
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. Viðskipti innlent 29. júní 2022 13:01
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. Viðskipti innlent 29. júní 2022 09:09
Heimilisfjármál í verðbólgu og hækkandi vöxtum Það ætlaði allt um koll að keyra fyrir um fimm árum þegar viðtal við ástralska fasteignabraskarann Tim Gurner birtist í 60 mínútum. Gurner sagði ungt fólk eiga mun greiðari leið inn á fasteignamarkaðinn ef það hættir bara að skófla í sig ristuðu brauði með avókadó, eða lárperu eins og við í tilgerðarlegri kantinum köllum hana. Skoðun 24. júní 2022 08:00
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,75 prósent. Viðskipti innlent 22. júní 2022 09:12
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. Viðskipti innlent 22. júní 2022 08:31