Aurarnir hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 16:22 Aurarnir eru fyrir löngu horfnir sem mynt og munu á morgun hverfa úr greiðslukortakerfum. Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“ Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“
Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25