Tvær þjóðir í sama landi Ingólfur Sverrisson skrifar 30. maí 2023 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun