Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2023 12:41 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans. Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans.
Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun