Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun