Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

Gjaldeyrissölu vegna faraldursins hætt

Seðlabanki Íslands ætlar að hætt reglubundinni sölu á gjaldeyri á mánudaginn en salan hófst í september vegna áhrif kórónuveirufaraldursins á innlendan gjaldeyrismarkað. Bankinn hefur selt 453 milljónir evra, jafnvirði 71,2 milljarða króna frá 14. september.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 2,5 prósent í fyrra

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ESB og ís­lenskt full­veldi

Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Vextir að öllum líkindum lágir út árið

Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir haldast óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vond saga

Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Milliliður okkar allra

Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra?

Skoðun
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af Bitcoin-kaupum Ís­lendinga og líkir raf­myntinni við píramída­svindl

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvar eru brýrnar á evru­seðlunum?

Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur.

Skoðun
Fréttamynd

Dregur úr verð­bólgu sem mælist nú 4,1 prósent

Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­máttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verð­bólgu

Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Versnandi efnahagshorfur á þessu ári

Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það versta lík­lega af­staðið og út­lit fyrir bjartari tíma

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Falsaðir seðlar í töluverðri umferð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að undanfarið hafi borið á tilkynningum um falsaða peningaseðla, bæði fimm þúsund og tíu þúsund króna seðla, auk evru seðla. Nokkur slík mál eru til rannsóknar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er ára­móta­heitið að byrja að spara?

Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni.

Skoðun