Verðbólga í hæstu hæðum Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2022 09:29 Verðbólgan er í hæstu hæðum og hafa heildsalar og smásalar boðað að framundan séu miklar verðhækkanir á matvælum. Vísir/Vilhelm Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósentustig milli desember og janúar. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi í tíu ár. Í júní 2012 mældist hún 5,4 prósent og hafði þá lækkað úr 6,3 prósentum í mars það ár. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,5% frá desember til janúar sem hefur 0,25 prósentustiga áhrif á vísitöluna. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% sem hefur 0,18% prósenta áhrif. Athygli vekur að verð á rafmagni og hita hækkaði um 3,7% sem hefur 0,11 prósenta áhrif og verð á nýjum bílum hækkaði um 2,2% sem sömuleiðis hefur 0,11 prósentustiga áhrif á neysluvísitöluna. Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 8,0% sem hefur 0,3 prósenta áhrif á vísitöluna og verð á húsgögnumm, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 2,7% sem hefur 0,17 prósenta áhrif. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósentustig milli desember og janúar. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi í tíu ár. Í júní 2012 mældist hún 5,4 prósent og hafði þá lækkað úr 6,3 prósentum í mars það ár. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,5% frá desember til janúar sem hefur 0,25 prósentustiga áhrif á vísitöluna. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% sem hefur 0,18% prósenta áhrif. Athygli vekur að verð á rafmagni og hita hækkaði um 3,7% sem hefur 0,11 prósenta áhrif og verð á nýjum bílum hækkaði um 2,2% sem sömuleiðis hefur 0,11 prósentustiga áhrif á neysluvísitöluna. Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 8,0% sem hefur 0,3 prósenta áhrif á vísitöluna og verð á húsgögnumm, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 2,7% sem hefur 0,17 prósenta áhrif.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00