Verðbólga í hæstu hæðum Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2022 09:29 Verðbólgan er í hæstu hæðum og hafa heildsalar og smásalar boðað að framundan séu miklar verðhækkanir á matvælum. Vísir/Vilhelm Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósentustig milli desember og janúar. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi í tíu ár. Í júní 2012 mældist hún 5,4 prósent og hafði þá lækkað úr 6,3 prósentum í mars það ár. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,5% frá desember til janúar sem hefur 0,25 prósentustiga áhrif á vísitöluna. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% sem hefur 0,18% prósenta áhrif. Athygli vekur að verð á rafmagni og hita hækkaði um 3,7% sem hefur 0,11 prósenta áhrif og verð á nýjum bílum hækkaði um 2,2% sem sömuleiðis hefur 0,11 prósentustiga áhrif á neysluvísitöluna. Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 8,0% sem hefur 0,3 prósenta áhrif á vísitöluna og verð á húsgögnumm, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 2,7% sem hefur 0,17 prósenta áhrif. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósentustig milli desember og janúar. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi í tíu ár. Í júní 2012 mældist hún 5,4 prósent og hafði þá lækkað úr 6,3 prósentum í mars það ár. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,5% frá desember til janúar sem hefur 0,25 prósentustiga áhrif á vísitöluna. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% sem hefur 0,18% prósenta áhrif. Athygli vekur að verð á rafmagni og hita hækkaði um 3,7% sem hefur 0,11 prósenta áhrif og verð á nýjum bílum hækkaði um 2,2% sem sömuleiðis hefur 0,11 prósentustiga áhrif á neysluvísitöluna. Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 8,0% sem hefur 0,3 prósenta áhrif á vísitöluna og verð á húsgögnumm, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 2,7% sem hefur 0,17 prósenta áhrif.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00