Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 07:31 ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Evrópusambandið Íslenska krónan Utanríkismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar