237 hafa sótt um vernd hér á landi frá því að átökin hófust Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæplega þremur vikum hafa 237 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd. Miðað við þann fjölda er áætlað að 280 sæki um vernd það sem eftir er mars. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu frá landamærasviði ríkislögreglustjóra. Innlent 16. mars 2022 15:59
Fyrrverandi herforingi segir næstu daga skipta öllu máli Rússar eiga í vandræðum. Þá skortir skotfæri og mannafla og geta ekki viðhaldið árásum sínum til lengdar. Hvernig innrás þeirra í Úkraínu heppnast veltur á gengi þeirra næstu tíu daga. Erlent 16. mars 2022 15:30
„Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ Erlent 16. mars 2022 14:40
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. Heimsmarkmiðin 16. mars 2022 14:10
Bein útsending: „Stríð, mannréttindi og lýðræði“ Félag stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni „Stríð, mannréttindi og lýðræði: Hvaða máli skiptir alþjóðasamvinna?“ í dag klukkan 12 í Öskju 132 í Háskóla Íslands. Innlent 16. mars 2022 11:30
Hvít-rússnesk stjarna brotnaði saman í miðjum leik: „Þykir þetta svo leiðinlegt“ Victoria Azarenka er ein stærsta íþróttastjarna Hvíta-Rússlands enda fyrrum besta tenniskona heims og með tvo risatitla á bakinu. Hún var í aðalhlutverki í undarlegu atviki í móti í Kaliforníu í vikunni. Sport 16. mars 2022 11:01
Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. Lífið 16. mars 2022 10:47
Leikmaður Hauka stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu Ihor Kopyshynskyi, úkraínskur leikmaður Hauka í handbolta, stendur fyrir söfnun fyrir börn í heimalandinu. Handbolti 16. mars 2022 09:42
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. Erlent 16. mars 2022 09:01
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. Viðskipti innlent 16. mars 2022 08:47
Selenskí segir samningamenn eygja möguleika á málamiðlun Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir nú möguleika á málamiðlun eftir viðræður fulltrúa Úkraínu og Rússlands í gær. Ekkert lát er hins vegar á árásum Rússa og þá hafa fregnir borist af grimmilegum aftökum almennra borgara. Erlent 16. mars 2022 06:21
Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. Erlent 15. mars 2022 21:48
Segja Rússa halda mörg hundruð manns í gíslingu á spítala í Mariupol Rússneskir hermenn eru sagðir halda um fjögur hundruð manns í gíslingu á sjúkrahúsi í Mariupol. Sergei Orlov aðstoðarborgarstjóri segir hermennina hafa rutt sér leið inn í sjúkrahúsið og tekið fólk þar og íbúa í nærliggjandi húsum í gíslingu. Erlent 15. mars 2022 21:27
Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. Erlent 15. mars 2022 19:21
Rússar skutu almennan borgara sem hafði hendur á lofti til bana Þann 7. mars síðastliðinn skutu rússneskir hermenn almennan úkraínskan borgara til bana þrátt fyrir að hann hafi reitt hendur á loft. Erlent 15. mars 2022 18:01
Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. Innlent 15. mars 2022 17:00
Vaktin: „Með svona bandamenn munum við vinna þetta stríð“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt rússneska hermenn til að gefast upp. Sagði hann í ávarpi seint í gærkvöldi að komið yrði fram við þá eins og manneskjur, ólíkt því hvernig rússneski herinn hefði komið fram við Úkraínumenn. Erlent 15. mars 2022 16:25
Fyrirliðinn vildi ekki vera valinn í rússneska landsliðið vegna stríðsins Artem Dzyuba, fyrirliði rússneska landsliðsins, hafnaði því að vera valinn í landsliðshópinn vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fótbolti 15. mars 2022 15:31
Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra. Innlent 15. mars 2022 12:50
„Ég er ekki hálfviti – við ættum að ganga í Evrópusambandið“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, holdgervingur íslensku þjóðarsálarinnar, er kominn á þá skoðun að réttast sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Innlent 15. mars 2022 12:20
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. Erlent 15. mars 2022 11:13
Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Skoðun 15. mars 2022 10:30
Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. Innlent 15. mars 2022 08:18
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. Innherji 15. mars 2022 07:01
Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. Erlent 15. mars 2022 06:31
Starfsmaður rússneska ríkissjónvarpsins mótmælti stríðinu í beinni útsendingu Kona truflaði fréttaútsendingu rússnesku ríkisstöðvarinnar Channel One Russia um klukkan 21:30 að staðartíma í kvöld til að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Konan starfar hjá sjónvarpsstöðinni að sögn mannréttindalögfræðingsins Pavels Chikov og OVD-Info, sjálfstæðs mannréttindahóps sem vaktar mótmæli í Rússlandi. Erlent 14. mars 2022 22:16
Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. Innlent 14. mars 2022 19:54
Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Meira en sextíu prósent Finna eru hlynnt inngöngu í Atlantshafsbandalagið, NATO, og aðeins sextán prósent þeirra eru mótfallnir því. Stuðningur við innöngu hefur aukist gríðarlega frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 14. mars 2022 14:42
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Erlent 14. mars 2022 11:47
Móðir og ófætt barn hennar létust í árás Rússa á fæðingarspítalann Þunguð kona og ófætt barn hennar létust á sjúkrahúsi í Mariupol eftir árás Rússa á fæðingar- og barnasjúkrahús í borginni 9. mars síðastliðinn. Þau létust bæði eftir að læknar reyndu að bjarga barninu í keisaraskurði í kjölfar árásarinnar. Erlent 14. mars 2022 10:38