Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

237 hafa sótt um vernd hér á landi frá því að átökin hófust

Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæplega þremur vikum hafa 237 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd. Miðað við þann fjölda er áætlað að 280 sæki um vernd það sem eftir er mars. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu frá landamærasviði ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: „Stríð, mannréttindi og lýðræði“

Félag stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni „Stríð, mannréttindi og lýðræði: Hvaða máli skiptir alþjóðasamvinna?“ í dag klukkan 12 í Öskju 132 í Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina

Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið

Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla

Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 

Innlent
Fréttamynd

„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“

Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu.

Innherji
Fréttamynd

Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin

Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur.

Erlent