Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 20:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosir til Egils Levits, forseta Lettlands. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar. Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“ Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“
Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42
Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30