Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2022 21:06 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44
Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52