Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá árásinni fyrr í kvöld og að minnst fimmtán væru látnir. Búist er við því að fjöldi látinna muni aukast meira. Chaplyne er um 3.500 manna bær í Dnipropetrovsk-héraði í austurhluta Úkraínu.
Í dag eru sex mánuðir frá því innrásin hófst og í dag halda Úkraínumenn einnig upp á sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum. Selenskí hafði varað við því að Rússar myndu gera „viðurstyggilegar árásir“ í dag.
Mariana Betsa, sendiherra Úkraínu í Eistlandi, deildi mynd af þremur farþegavögnum sem eru mjög illa farnir eftir árásina.
Selenskí ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í kvöld og hét hann því að Úkraínumenn myndu draga Rússa til ábyrgðar fyrir öll ódæði þeirra í Úkraínu.
„Við munum án efa reka innrásarherinn úr landi okkar. Ekki arða af þessari illsku mun vera eftir í frjálsri Úkraínu,“ sagði Selenskí samkvæmt frétt Reuters.
The Russians fired at train cars, killing at least 15 and wounding 50 civilians in Dnipropetrovsk region #StopRussia #StandWithUkraine pic.twitter.com/CL76NDVTT3
— Mariana Betsa (@Mariana_Betsa) August 24, 2022
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Bandaríkjamenn myndu senda enn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Að þessu sinni stendur til að senda háþróuð loftvarnarkerfi til landsins, mikið af skotfærum fyrir stórskotalið og sprengjuvörpur og ratsjár sem notaðar eru til að finna stórskotalið óvinarins.
Einnig verða sendir drónar og vopn til að granda drónum, auk eldflauga og búnaðar, svo eitthvað sé nefnt. Hernaðaraðstoðin er metin á þrjá milljarða dala og munu Bandaríkin þá hafa veitt Úkraínu aðstoð og vopn sem verðmetin eru á 13,5 milljarða dala.
JUST IN: Biden s new $3B military aid package to Ukraine will include six NASAMs air defenses, 245,000 rounds of 155mm artillery ammo, 120mm mortars, 24 counter artillery radars & drones: DoD
— Jack Detsch (@JackDetsch) August 24, 2022
The U.S. has now sent $13.5B in military aid to since Russia s full scale invasion. pic.twitter.com/RaLg4F8OY2
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var staddur í Kænugarði í dag. Þar ítrekaði hann að Vesturlönd ættu ekki að láta af stuðningi við Úkraínu í vetur.
„Ef við erum að borga fyrir illsku Vladimírs Pútin með orkureikningum okkar, er fólk Úkraínu að borga með blóði sínu,“ sagði Johnson samkvæmt Sky News.
Johnson lýsti því yfir að Bretar myndu senda meiri hernaðaraðstoð til Úkraínu og þar á meðal sérstaka dróna sem hægt er að nota til að finna skotmörk fyrir úkraínskt stórskotalið.
Hann sagði svo á Twitter að það sem gerðist í Úkraínu skipti máli fyrir alla. Það væri mikilvægt að standa með Úkraínumönnum og hann sagðist trúa því að Úkraína geti unnið stríðið og muni vinna.
What happens in Ukraine matters to us all.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 24, 2022
That is why I am in Kyiv today.
That is why the UK will continue to stand with our Ukrainian friends.
I believe Ukraine can and will win this war. pic.twitter.com/FIovnqJGTS