Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2022 09:10 Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt við vinnslu í gasvinnsluverum, eins og sjá má á þessari mynd. Það sem þykir óvenjulegt við brunann í Portovaya-verinu er magn gassins sem er brennt, sem og í hversu langan tíma bruninn hefur staðið. Karol Serewis/SOPA Images/LightRocket via Getty Images) Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. BBC greinir frá og vitnar í greiningu orkurannsóknarfyrirtækisins Rystad Energy. Í frétt BBC segir að Rússar brenni gasi að virði tíu milljónir dollara á degi hverjum, um 1,4 milljarð króna, í Portovaya-gasvinnsluverinu, ekki langt frá St. Pétursborg, skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Sérfræðingar segja að alla jafna færi gasið um gasleiðslur frá Rússlandi til Þýskalands, en gasvinnsluverið er skammt frá þrýstistöð við upphaf Nord Stream 1 gasleiðslurnar. Vegna stríðs Rússa í Úkraínu hefur dregið úr gassendingum í gegnum leiðsluna. Rússar segjast hafa átt í tæknilegum vandræðum með hana en þýsk yfirvöld segja að ástæðan sé pólitísks eðlis, vegna andstöðu vestrænna ríkja við aðgerðum Rússa í Úkraínu. Í frétt BBC segir að íbúar Finnlandsmegin við landamæri Finnlands og Rússlands hafi í sumar tekið eftir gríðarstórum loga við sjóndeildarhringinn. Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur verið skert að undanförnu.Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt í gasvinnsluverum. Sérfræðingar við BBC segja hins vegar að gögn bendi til þess að óvenjumiklu gasi sé brennt við umrætt gasvinnsluver. Sérfræðingar telja líklegt að bruninn sé vegna tæknilegra vandamála Í frétt BBC er rætt við Mark Davis, forstjóra fyrirtækis sem sérhæft hefur sig í að finna lausnir til að koma í veg fyrir að afgansgasi sé brennt í gasvinnsluverum. „Rekstraraðilar eru oft tregir til að slökkva á verunum í ótta um að það geti reynst tæknilega erfitt að koma þeim aftur af stað. Það er líklega það sem um ræðir hér,“ er haft eftir Davis. Þá er einnig rætt við Esa Vakkilainen, prófessor í verkfræði, við LUT-háskólann í Finnlandi. Hann telur líklegt að ástæðan sé tæknilegs eðlis. „Svona bruni í svona langan tíma gæti þýtt að það vanti einhvern tæknibúnað,“ er haft eftir Vakkilainen sem bendir til viðskiptaþvingana vestrænna ríkja á Rússa. „Vegna þess geta þeir ekki framleitt þá loka eða ventla sem standast gæðakröfur og er þörf á í olíu-og gasvinnslu. Mögulega er einhverjir ventlar brotnir sem ekki er hægt að skipta út.“ Rússland Finnland Orkumál Umhverfismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
BBC greinir frá og vitnar í greiningu orkurannsóknarfyrirtækisins Rystad Energy. Í frétt BBC segir að Rússar brenni gasi að virði tíu milljónir dollara á degi hverjum, um 1,4 milljarð króna, í Portovaya-gasvinnsluverinu, ekki langt frá St. Pétursborg, skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Sérfræðingar segja að alla jafna færi gasið um gasleiðslur frá Rússlandi til Þýskalands, en gasvinnsluverið er skammt frá þrýstistöð við upphaf Nord Stream 1 gasleiðslurnar. Vegna stríðs Rússa í Úkraínu hefur dregið úr gassendingum í gegnum leiðsluna. Rússar segjast hafa átt í tæknilegum vandræðum með hana en þýsk yfirvöld segja að ástæðan sé pólitísks eðlis, vegna andstöðu vestrænna ríkja við aðgerðum Rússa í Úkraínu. Í frétt BBC segir að íbúar Finnlandsmegin við landamæri Finnlands og Rússlands hafi í sumar tekið eftir gríðarstórum loga við sjóndeildarhringinn. Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur verið skert að undanförnu.Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt í gasvinnsluverum. Sérfræðingar við BBC segja hins vegar að gögn bendi til þess að óvenjumiklu gasi sé brennt við umrætt gasvinnsluver. Sérfræðingar telja líklegt að bruninn sé vegna tæknilegra vandamála Í frétt BBC er rætt við Mark Davis, forstjóra fyrirtækis sem sérhæft hefur sig í að finna lausnir til að koma í veg fyrir að afgansgasi sé brennt í gasvinnsluverum. „Rekstraraðilar eru oft tregir til að slökkva á verunum í ótta um að það geti reynst tæknilega erfitt að koma þeim aftur af stað. Það er líklega það sem um ræðir hér,“ er haft eftir Davis. Þá er einnig rætt við Esa Vakkilainen, prófessor í verkfræði, við LUT-háskólann í Finnlandi. Hann telur líklegt að ástæðan sé tæknilegs eðlis. „Svona bruni í svona langan tíma gæti þýtt að það vanti einhvern tæknibúnað,“ er haft eftir Vakkilainen sem bendir til viðskiptaþvingana vestrænna ríkja á Rússa. „Vegna þess geta þeir ekki framleitt þá loka eða ventla sem standast gæðakröfur og er þörf á í olíu-og gasvinnslu. Mögulega er einhverjir ventlar brotnir sem ekki er hægt að skipta út.“
Rússland Finnland Orkumál Umhverfismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila