McKellen heill á húfi Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. Lífið 18. júní 2024 08:02
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. Erlent 17. júní 2024 22:54
Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Tónlist 17. júní 2024 21:01
Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. Lífið 16. júní 2024 07:49
Enn neisti hjá Bad Bunny og Kendall Jenner Lengi lifir í gömlum glæðum. Slúðurmiðlar höfðu greint frá sambandsslitum þeirra Bad Bunny og Kendall Jenner en þau sáust á rómantísku stefnumóti í Púertó Ríkó, heimalandi Bad Bunny, fyrr í vikunni. Lífið 13. júní 2024 22:43
Spacey á barmi gjaldþrots Leikarinn Kevin Spacey er á barmi gjaldþrots og hefur selt heimili sitt í Baltimore svo hann geti borgað reikninga. Leikarinn galopnaði sig í viðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan sem sýnt var í kvöld á Talk TV. Lífið 11. júní 2024 21:13
Einn handritshöfunda Simpsons á Íslandi Handritshöfundurinn og framleiðandinn Mike L. Reiss er staddur á Íslandi. Á Twitter birti hann í dag mynd af sér við regnbogagötuna á Skólavörðustíg og óskaði fólki til hamingju með hinseginmánuðinn sem haldinn er í Bandaríkjunum í júnímánuði. Lífið 10. júní 2024 19:22
Setti sig í samband við ráðgjafa Biden til að mótmæla gagnrýni á AGD Leikarinn George Clooney setti sig í samband við ráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta á dögunum til að kvarta yfir afstöðu Bandaríkjastjórnar gagnvart ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins að óska eftir handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu. Erlent 10. júní 2024 07:10
Aðstoðarkonan kærir Kanye fyrir kynferðislega áreitni Fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska rapparans Kanye West hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni og brot á vinnulöggjöf. Konan, sem heitir Lauren Pisciotta, hóf störf hjá rapparanum í júlí árið 2021. Lífið 4. júní 2024 11:16
Dóttir Jolie og Pitt vill ekki heita Pitt lengur Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, dóttir stjörnuparsins fyrrverandi, Brad Pitt og Angelinu Jolie, sótti um að láta fjarlægja ættarnafn föður síns, Pitt, á átján ára afmælisdaginn sinn í liðinni viku. Lífið 2. júní 2024 15:42
Millie Bobby og Bon Jovi yngri í hnapphelduna Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi eru gengin í það heilaga. Þetta staðfestir faðir Jake, söngvarinn og goðsögnin Jon Bon Jovi. Lífið 29. maí 2024 13:31
Balti var í hesthúsinu þegar Jason Statham hringdi „Góðu tíðindin eru að Statham myndin rokseldist í Cannes og er bara klár í slaginn,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur um spennumynd sem hann og harðhausinn Jason Statham ætla að gera saman. Bíó og sjónvarp 28. maí 2024 07:00
Kate Beckinsale lætur tröllin heyra það Kate Beckinsale hefur látið netverja heyra það eftir að margir rituðu ummæli undir nýjustu færslur hennar á samfélagsmiðlinum Instagram og lýstu yfir áhyggjum af því að hún væri orðin of mjó. Beckinsale segir síðastliðið ár hafa verið eitt það erfiðasta í hennar lífi vegna áfalla í persónulega lífinu og vegna veikinda. Lífið 27. maí 2024 10:06
Springsteen aflýsir nokkrum tónleikum af heilsufarsástæðum Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur neyðst til þess að aflýsa tónleikaferðalagi um Evrópu eftir að læknar vöruðu hann við því að það gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu hans. Lífið 26. maí 2024 23:59
Anora hlaut Gullpálmann í ár Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs. Bíó og sjónvarp 26. maí 2024 12:06
Tónleikum Nicki Minaj aflýst vegna fíkniefnahandtöku Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri. Tónlist 26. maí 2024 10:07
Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári. Lífið 25. maí 2024 21:13
Hafnaði beiðni Baldwin um frávísun Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni. Erlent 25. maí 2024 11:56
Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Lífið 23. maí 2024 23:26
Svaraði engu um Affleck Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. Lífið 23. maí 2024 09:23
Sást með hringinn en eiginkonan enn víðsfjarri Ben Affleck sást með giftingarhring sinn á hönd sér þar sem hann var staddur í góðra vina hópi í göngutúr í Santa Monica í Kaliforníu. Þetta vekur athygli erlendra slúðurmiðla, enda uppi þrálátur orðrómur um að hjónaband hans og Jennifer Lopez sé nú á síðustu metrunum. Lífið 22. maí 2024 10:05
Mætti í sjónvarpið eftir nokkurra ára hlé og segist hafa lært sína lexíu Kevin Spacey segist hafa lært sína lexíu og segist vilja komast aftur til vinnu í leiklistarbransanum. Leikarinn mætti í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í áraraðir til að ræða málið. Lífið 21. maí 2024 22:22
Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. Erlent 21. maí 2024 21:42
Clooney mælti með handtöku Netanyahu Amal Clooney er ein þeirra sérfræðinga sem mælti með því við sérstakan saksóknara á vegum Alþjóðaglæpadómstólsins að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels auk leiðtoga Hamas samtakanna. Lífið 21. maí 2024 12:33
OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson. Erlent 21. maí 2024 06:57
Hafa ekki sést saman í sjö vikur Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað. Lífið 17. maí 2024 11:23
Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 10:53
Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Lífið 15. maí 2024 14:00
Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 15. maí 2024 10:00
Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Bíó og sjónvarp 13. maí 2024 22:11