Bróðir Hayden Panettiere látinn Bandaríski leikarinn og barnastjarnan Jansen Panettiere er látinn, 28 ára að aldri. Hann var bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere. Lífið 21. febrúar 2023 07:51
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Bíó og sjónvarp 19. febrúar 2023 22:22
Law & Order stjarna fallin frá Leikarinn og grínistinn Richard Belzer er látinn. Belzer, sem var 78 ára gamall var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Hann lést á heimili sínu í Frakklandi í morgun. Lífið 19. febrúar 2023 20:13
Blæs á fréttaflutning um framhjáhald Megan Fox, leikkonan víðfræga, sneri í dag aftur á Instagram í þeim eina tilgangi að gagnrýna fréttaflutning af meintum sambandsslitum hennar og tónlistarmannsins Machine Gun Kelly. Fjölmiðlar vestanhafs hafa um helgina sagt frá því að hún hafi komist að því að Kelly hafi haldið framhjá sér en hún segir það ekki rétt. Lífið 19. febrúar 2023 19:12
Tom Sizemore í alvarlegu ástandi eftir heilablóðfall Leikarinn Tom Sizemore, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Saving Private Ryan, Black Hawk Down, Heat og mörgum öðrum myndum var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles síðustu nótt. Hann er sagður hafa fengið heilablóðfall og ku vera í alvarlegu ástandi. Lífið 19. febrúar 2023 18:46
Auður leggur land undir fót og er kominn með íbúð í L.A. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er fluttur til Los Angeles í Bandaríkjunum ef marka má mynd sem hann deildi á Instagram síðu sinni í gær. Lífið 17. febrúar 2023 10:32
Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. Lífið 16. febrúar 2023 22:44
Bergljót Arnalds heimsótt af Owen Hunt Stórleikarinn Kevin McKidd var staddur hér á landi nýlega. Hann heimsótti fyrrverandi bekkjarsystur sína, söngkonuna Bergljótu Arnalds, en saman lærðu þau leiklist í Edinborg í Skotlandi. Lífið 16. febrúar 2023 18:14
Fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk sögupersónunnar Harley Quinn í nýrri mynd um illmennið Jókerinn. Gaga birti fyrstu mynd af sér í hlutverkinu á Instagram í gær. Bíó og sjónvarp 16. febrúar 2023 18:00
Raquel Welch er látin Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Raquel Welch er látin, 82 ára að aldri. Lífið 15. febrúar 2023 19:46
Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. Lífið 15. febrúar 2023 10:31
Afhjúpuðu ný parahúðflúr á Valentínusardaginn Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa innsiglað ást sína aftur, í þetta skipti með rómantískum húðflúrum. Lífið 15. febrúar 2023 09:46
Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. Lífið 14. febrúar 2023 11:15
Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Bíó og sjónvarp 13. febrúar 2023 22:24
NYPD Blue barnastjarna látin Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. Bíó og sjónvarp 13. febrúar 2023 22:08
Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. Lífið 13. febrúar 2023 21:39
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. Tónlist 13. febrúar 2023 10:59
Eignaðist fjórða barnið og landaði hlutverki í It Ends With Us Leikkonan Blake Lively hefur eignast sitt fjórða barn með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Blake tilkynnti um komu barnsins á Instagram í gær, þó á afar lúmskulegan hátt. Lífið 13. febrúar 2023 10:31
Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. Lífið 13. febrúar 2023 07:44
Megan Fox kyndir undir orðróm um sambandsslit „Þú getur bragðað óheiðarleikann, hann umlykur andardrátt þinn,“ skrifar leikkonan Megan Fox við nýjustu mynd sína á Instagram. Hún hefur einnig eytt öllum Instagram-myndum af unnusta sínum, rapparanum Machine Gun Kelly, og þannig kynt rækilega undir orðróm um sambandsslit þeirra tveggja. Lífið 12. febrúar 2023 19:45
Gat ekki snúið til baka: „Ég var löngu búin með kvótann á sálinni“ Aníta Briem var aðeins 16 ára gömul þegar hún lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona. Hún bjó lengst af í Los Angeles þar sem gylliboð voru á hverju strái. Þegar hún kom hingað til lands til þess að taka upp sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum síðan, fann hún hvernig Íslendingurinn innra með henni öskraði á hana. Lífið 12. febrúar 2023 10:12
Sam Smith ögrar norminu og er ekki hér til að eignast vini Sam Smith er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt I’m Not Here To Make Friends. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í fjórtánda sæti listans. Tónlist 11. febrúar 2023 17:00
Burt Bacharach látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. Lífið 9. febrúar 2023 15:07
Áform um stærsta kvikmyndaver landsins í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær hefur veitt REC Studio ehf, vilyrði fyrir um níutíu þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir byggingu umfangsmikils kvikmyndavers sem yrði það stærsta á Íslandi. Innlent 9. febrúar 2023 13:44
Ekkert verður af Bandarísku söngvakeppninni 2023 Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024. Lífið 9. febrúar 2023 08:03
Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2023 07:23
Fyrsta trans persóna veraldar Harry Potter Í nýjum tölvuleik um Hogwarts-skólann má finna fyrstu trans persónu veraldarinnar í kringum galdramanninn Harry Potter. J.K. Rowling, höfundur bókanna um Potter, hefur verið gagnrýnd fyrir að afneita tilvist trans fólks. Leikjavísir 7. febrúar 2023 13:47
Stjörnurnar hver annarri skærari á rauða dreglinum Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Þetta var í 65. sinn sem verðlaunin voru veitt. Að venju var öllu tjaldað til og skinu stjörnurnar sínu skærasta á rauða dreglinum. Lífið 6. febrúar 2023 13:30
Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. Lífið 6. febrúar 2023 06:35
Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? Bíó og sjónvarp 5. febrúar 2023 11:02