Lífið

Stubbasólin eignast eigið barn

Samúel Karl Ólason skrifar
Jesse Smith var níu mánaða þegar hún var gerð að Stubbasólinni.
Jesse Smith var níu mánaða þegar hún var gerð að Stubbasólinni.

Barnið í sólinni í þáttunum um Stubbana Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po (reynið að lesa þetta án þess að raula lagið í hausnum á ykkur) er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast vel við. Enda hafa Stubbarnir í gegnum árin verið tíðir gestir á heimilum hér á landi.

Stubbarnir og barnið í sólinni hafa haldið börnum uppteknum og komið sér vel fyrir í heilaberki fullorðinna með miklum árangri. Nú hefur barnið þó eignast sitt eigið barn.

Barnið í sólinni var leikið af Jess Smith, þegar hún var níu mánaða gömul. Hún verður þrítug á næsta ári en eignaðist sitt fyrsta barn í janúar, með maka sínum Ricky Latham. Saman eignuðust þau dóttir sem ber nafnið Poppy Rae Latham en millinafnið er tilvísun í sólina sem Smith lék á árum áður, samkvæmt frétt Independent.

Fyrsta þáttaröðin af Stubbunum var sýnd í Bretlandi í mars 1997. Fjórum áður síðar hætti framleiðsla þáttanna en þeir hafa verið sýndir í fjölmörgum ríkjum heima og á tugum tungumála. Árið 2014 voru þó framleiddir 120 nýir þættir og eru Stubbarnir vinsælir á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×