Síðasta ávarp Guðna í embætti: „Þið eruð geggjuð!“ Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. Innlent 28. júlí 2024 22:03
Skökk gangstéttarhella eyðilagði líf Ragnheiðar Um vorið 2018 hnaut Ragnheiður Pétursdóttir um skakka gangstéttarhellu á leið sinni á fund og við tóku sex ár af óbærilegum sársauka og baráttu við danska heilbrigðiskerfið um að fá hann viðurkenndan. Draumum um framtíðina hefur verið gert að víkja fyrir stöðugu stríði við sveitarfélagið, læknasamfélagið, tryggingafélög og eigin líkama. Innlent 27. júlí 2024 11:01
Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. Innlent 25. júlí 2024 10:35
Væri til í bónorð áður en hún deyr „Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar. Lífið 23. júlí 2024 07:00
Það getur skipt máli fyrir heilsuna hvar þú situr í flugvél Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í lyf og hjartalækningum, veltir því upp hvort að sum sæti í flugvélum séu hollari en önnur. Hann vísar til rannsókna sem segja sæti við gang betri en þau sem eru við glugga. Innlent 22. júlí 2024 23:33
Fékk sér þýðingarmikið húðflúr Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem alla jafna er kölluð Ragga nagli, fékk sér nýtt og þýðingarmikið húðflúr á dögunum. Ragga birti nærmynd af húðflúrinu á Intagram í gær þar sem má sjá mynd af blóminu Gleym mér ei. Lífið 19. júlí 2024 14:00
Stuðningur við fólk með krabbamein á Íslandi og núvitund Eftir að ég veiktist af krabbameini hef ég kynnst helstu stofnunum á Íslandi og forsvarsmönnum þeirra sem vinna að rannsóknum á sjúkdómnum og veita endurhæfingu í kjölfar krabbameinsmeðferða en krabbamein snertir flesta einhverntíma á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Skoðun 18. júlí 2024 17:00
„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hvenær“ Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunnars Ingi Valgeirssonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Lífið 18. júlí 2024 14:43
Má augnskugginn þinn fara í kringum augun? Róen Beauty er byltingarkennd förðunarlína sem og setur ný viðmið í sjálfbærum snyrtivörum. Lífið samstarf 17. júlí 2024 14:20
Eva segir lífið betra með Kára Stefáns Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, hafa verið stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Eva segir í færslu á Instagram að lífið sé betra með Kára. Lífið 16. júlí 2024 15:34
Komdu í veg fyrir bitglaðar blóðsugur í sumar! Öflug flugnafæla er staðalbúnaður fyrir ferðalagið því góð útilega eða bústaðarferð getur hratt orðið fúl ef maður vaknar útbitinn og að tapast í meðfylgjandi kláða. Lífið samstarf 11. júlí 2024 13:42
Skortur á Ozempic hefur leitt til ólöglegrar starfsemi Stýrihópur Lyfjastofnunar Evrópu um lyfjaskort hefur gefið út tilmæli til að takast á við skort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfja í flokki GLP-1 viðtakaörva. Meðal slíkra lyfja er lyfið Ozempic. Skorturinn leiði til ólöglegrar starfsemi. Erlent 6. júlí 2024 16:30
„Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“ „Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson. Lífið 6. júlí 2024 08:00
Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Lífið 4. júlí 2024 13:26
Einn glæsilegasti golfvöllur landsins í Kiðjabergi Yfir sextíu golfvelli er að finna á Íslandi. Í sumar ætlum við að kynna okkur nokkra þeirra sem spennandi væri að prófa í sumar. Golfvöllur vikunnar er Kiðjaberg. Samstarf 3. júlí 2024 10:00
Nú set ég mig í fyrsta, annað og þriðja sætið Sigrún Sigurðardóttir er brosmild og lífsglöð kona á besta aldri sem kemur til dyranna eins og hún er klædd. Lífið samstarf 1. júlí 2024 11:37
Ómögulegt að vita hvað leynist í „brúnku-nefspreyjum“ sem seld eru á samfélagsmiðlum Alvarlegum aukaverkunum hefur verið lýst í kjölfar notkunar á svokölluðum brúnku-nefspreyjum sem fullyrt er í auglýsingum að auki og viðhaldi sólbrúnku. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir skýrt í lögum að auglýsingar megi ekki vera villandi gagnvart neytendum. Innlent 29. júní 2024 21:03
Látum ekki lúsmýið skemma fyrir okkur gleðina - Bitin burt Nú þegar lúsmýið lætur á sér kræla enn á ný hefst leitin hjá mörgum að hinni fullkomnu fælu. Þegar kemur að því að fæla burt lúsmýið sem og annað mý hefur gengið hvað best að nota ilmkjarnaolíur en þær eru handhægar, ódýr og náttúrulegur kostur í þessari baráttu og jafnframt hentugar til ýmissa annara nota, t.d til að fá góðan ilm á heimilið. Lífið samstarf 28. júní 2024 11:02
Hefði ekki trúað áhrifunum! Hver kannast ekki við að verða þreyttur eftir þunga máltíð? Sumir fá einnig óþægindi, uppþembu og vindverki og tengist þetta að öllum líkindum skorti á meltingarensímum í meltingarvegi. Það má segja að Anna Gréta þekki einkenni ensímskorts aðeins of vel, en hér deilir hún með okkur reynslu sinni og hvernig Digest Gold meltingarensímin breyttu öllu. Lífið samstarf 27. júní 2024 08:45
Vill varúðarmerkingar á gjörunna matvöru Gjörunnin matvara ætti að lúta sömu reglum og tóbaksvörur og setja ætti greinileg varnaðarorð á umbúðir slíkra vara. Erlent 27. júní 2024 07:24
Farðu ljómandi í sumarið! Halló sólardýrkendur! Við erum með spennandi nýjungar sem munu láta húðina þína og daginn ljóma bjartar en nokkru sinni fyrr! Kynntu þér nýjustu vörurnar frá Hello Sunday sem hannaðar eru til að gefa þér sólkysstan ljóma á meðan þær vernda húðina með bestu SPF formúlunum! Lífið samstarf 25. júní 2024 11:24
Það má leika sér með matinn Nýjar auglýsingar frá Ella´s Kitchen ganga út á að leyfa börnunum að leika sér með matinn. Lífið samstarf 25. júní 2024 08:49
Sá ekki fram á að geta lifað annað svona tímabil Ekkja tónlistarmannsins Rafns Jónssonar, sem lést úr MND-sjúkdómnum árið 2004, segir að lyfið Tofersen sé byltingin sem hún hafi beðið eftir í hátt í fjörutíu ár. Það var henni gríðarlegt áfall þegar stjúpdóttir hennar greindist með sama sjúkdóm fyrir þremur árum en Tofersen-lyfið hefur glætt með þeim von um bjartari framtíð. Innlent 22. júní 2024 21:10
Sviptir hulunni af kílóatölunni Bandaríski leikarinn Jesse Plemons hefur tekist að létta sig gríðarlega. Leikarinn ræddi þyngdartapið við fjölmiðla á rauða dreglinum í gærkvöldi í aðdraganda frumsýningar hans nýjustu myndar Kinds of Kindness. Lífið 21. júní 2024 15:36
Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. Lífið 20. júní 2024 14:00
„Finnst ég geta afkastað mun meira yfir daginn“ Harpa Lind átti við mikla þreytu að stríða ásamt því að hún fór í liðþófa aðgerð árið 2021 en með tilkomu Natures Aid hefur líðan í líkamanum verið betri til muna. Lífið samstarf 20. júní 2024 10:22
Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. Atvinnulíf 19. júní 2024 07:01
Notkun bóluefna veldur ekki einhverfu Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Skoðun 18. júní 2024 14:31
„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. Áskorun 17. júní 2024 08:01
Stefna á að lækna Parkinson með ígræðslu stofnfruma Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 14. júní 2024 09:17