Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 19:39 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið. Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“ Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“
Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira