Lífið

Pistasíu- og döðludraumur Jönu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heilsukokkurinn Jana Steingríms sérhæfir sig í hollum og skemmtilegum uppskriftum.
Heilsukokkurinn Jana Steingríms sérhæfir sig í hollum og skemmtilegum uppskriftum.

Heilsukokkurinn Jana Steingrím deilir hér einfaldri og ómótstæðilegri uppskrift af sætum pistasíu-, döðlu- og súkkulaðibitum. Geymdu bitana í frysti svo þú getir gripið einn og einn þegar þig langar í eitthvað sætt með kaffinu.

Jana heldur úti vefsíðunni jana.is þar sem hún deilir næringaríkum og bragðgóðum uppskriftum.

Pistasíu & döðlu „börkur“ 

Hráefni:

  • 1 bolli mjúkar döðlur, steinlausar 
  • 1 bolli pistasíur (gróft saxaðar) 
  • 1 msk kókosolía (brædd ) 
  • 100 gr dökkt gæða súkkulaði (70% eða hærra) 
  • 1 msk kókosolía 
  • Gróft sjávarsalt
  • Nokkrar saxaðar pistasíur til skrauts

Aðferð:

  1. Settu döðlur, pistasíur og 1 msk af bræddri kókosolíu í matvinnsluvél og blandaðu hægt saman. Gott er að hafa blönduna ekki alveg maukaða til að fá smá kröns.
  2. Þrýstu blöndunni út á bökunarpappír í lag sem er um 1 cm þykkt. 
  3. Bræddu súkkulaði yfir vatnsbaði með einni matskeið af kókosolíu og hrærðu vel saman. 
  4. Helltu bræddu súkkulaðinu yfir döðlubotninn.
  5. Dreifðu söxuðu pistasíuhnetunum og örlitlu sjávarsalti yfir.
  6. Frystu í 15-20 mínútur. 
  7. Skerðu svo í bita og geymdu í frysti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.