Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Kolstad komið á beinu brautina

Stórlið Kolstad í norska handboltanum vann öruggan sigur á Viking þegar liðin mættust í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson var öflugur í liði Kolstad

Handbolti
Fréttamynd

Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtal: FH - RK Partizan 34-34 | FH glutraði unnum leik niður í jafntefli

Það var heldur betur slegið til veislu í Kaplakrika nú í kvöld þegar FH lék sinn 99. Evrópuleik. Andstæðingur FH var serbneska liðið Partizan frá Belgrad. Leikurinn var í annarri umferð Evrópubikar karla en fyrir þennan leik hafði FH slegið út gríska liðið Diomidis Argous. Eftir afar dramatískar lokamínútur varð 34-34 jafntefli niðurstaðan hér í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Elliði með ellefu og Gummersbach kleif upp fyrir Kiel

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur með 11 mörk í 37-31 sigri Gummersbach gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í næstefstu deild hömpuðu Bjarni Ófeigur og Sveinn Jóhannsson sigri með liðsfélögum sínum í Minden. 

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Lúxemborg 32-14 | Öruggur sigur í fyrsta leik undankeppni EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 sem haldið verður Austurríki, Ungverjalandi og Sviss á næsta ári. Þetta var fyrsti leikur liðsins í riðlinum en ásamt Íslandi og Lúxemborg eru það Færeyjar og Svíþjóð sem mynda riðilinn. Svo fór að lokum að Ísland vann feikilega öruggan sigur á liði Lúxemborgar. Lokatölur 32-14 fyrir Ísland.

Handbolti
Fréttamynd

Vals­menn enn ó­sigraðir

Valur lagði Stjörnuna með sex marka mun í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta, lokatölur 34-28. Valur er með fullt hús stiga að loknum sex umferðum á meðan Stjarnan er í basli.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó með níu mörk í sigri Leipzig

Viggó Kristjánsson varð markahæstur allra með níu mörk í 28-22 sigri liðsins gegn Lemgo. Andri Már Rúnarsson gerði sömuleiðis tvö mörk og faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, stýrði Leipzig liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Ólík hlutskipti hjá Söndru og Díönu

Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk þegar lið hennar, TuS Metzingen, lagði SV Union Halle-Neustadt að velli með fimm marka mun í þýsku 1. deildinni í handbolta kvenna í kvöld.

Handbolti