„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. febrúar 2025 19:14 Ásgeir Örn stýrði sínum mönnum til átta marka sigurs. vísir / ernir „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. „Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira