Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar fóru til Ungverjalands og unnu þar gríðarlega sannfærandi sigur á Tatabánya, lokatölur 29-44. Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk í leiknum.
Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk þegar Benfica vann Ystad á heimavelli með fimm marka mun, lokatölur 36-31
Benfica er nú með tvo sigra og tvö töp eftir tvo leiki í riðli II líkt og Gummersbach sem er í riðli IV. Bæði lið eru í 3. sæti sem stendur. Að sex leikjum loknum fer efsta lið hvers riðils í 8-liða úrslit meðan liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum.