Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 11:31 Miguel Martins er ánægður með að vera laus úr banni sem hann hefði aldrei átt að lenda í. Getty/Christian Charisius Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst. Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið. HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Sjá meira
Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið.
HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Sjá meira