Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Handbolti 20. október 2020 10:00
Hver er nýjasti landsliðsmaður Íslands? Óskar Ólafsson var valinn í fyrsta sinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann hefur gert það gott með Drammen í Noregi undanfarin ár. Handbolti 20. október 2020 09:00
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Handbolti 20. október 2020 08:01
Karabatic meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan 2002 Eftir að hafa leikið á 22 stórmótum í röð verður Nikola Karabatic fjarri góðu gamni á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs. Handbolti 19. október 2020 14:30
Aron í tíu daga sóttkví Aron Pálmarsson og félagar hans í liði Spánarmeistara Barcelona eru komnir í sóttkví eftir að þrír meðlimir liðsins greindust með kórónuveirusmit. Handbolti 19. október 2020 14:01
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Sport 19. október 2020 12:30
Dagskráin í dag: Seinni bylgjan og GameTíví Tveir þættir verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sport 19. október 2020 06:01
Formaður FH vonar að handboltinn snúi aftur sem fyrst „Við vonumst til þess að það verði hægt að byrja sem fyrst. Auðvitað eru þetta krefjandi tímar og óvissan töluverð en við vonum það besta og ég vonast til þess að það verði hægt að byrja að æfa kannski um mánaðarmótin og svo byrja að spila viku eða tíu dögum seinna,“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH um framhald Íslandsmótsins í handbolta sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. Handbolti 18. október 2020 19:16
Jafnt í Íslendingaslagnum | Bjarki og Viggó fóru á kostum Íslendingalið Stuttgart og Lemgo gerðu jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 26-26. Bjarki Már Elísson gerði sjö mörk í liði Lemgo á meðan Viggó Kristjánsson gerði sex mörk í liði Stuttgart. Handbolti 18. október 2020 15:55
Öruggur sigur Kiel í stórleik dagsins Fyrsti leikur dagsins í þýska handboltanum var stórleikur Kiel og Flensburg. Fór það svo að Kiel vann nokkuð öruggan átta marka sigur, lokatölur 29-21. Handbolti 18. október 2020 13:26
Valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Kielce frá Póllandi, átti mjög góðan leik er liðið vann sjö marka sigur í síðustu umferðar Meistaradeildar Evrópu. Hefur hann verið valinn í lið umferðarinnar. Handbolti 18. október 2020 09:31
Viktor Gísli hafði betur í Íslendingaslagnum Viktor Gísli var á sínum stað er GOG vann Ribe-Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúnar Kárason, Gunnar Steinn og Daníel Ingason leika með Ribe-Esjberg. Arnar Birkir og Sveinbjörn Pétursson voru í eldlínunni með liði sínu í þýsku B-deildinni. Handbolti 16. október 2020 19:10
Ólafur Andrés og Teitur Örn markahæstir í enn einum sigri Kristianstad Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson áttu báðir stórleik í liði Kristianstad sem vann stórsigur á Lugi á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Daníel Freyr Andrésson í stóru tapi Eskilstuna Guif er liðið tapaði gegn Malmö á heimavelli. Handbolti 16. október 2020 18:35
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. Handbolti 16. október 2020 17:46
Afturelding dregur lið sitt úr Evrópukeppninni í handbolta Karlalið Aftureldingar mun ekki taka þátt í Evrópukeppninni eins og stefnan var en félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Handbolti 16. október 2020 15:34
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. Handbolti 16. október 2020 14:00
Fjórir sigrar í röð hjá Skjern Elvar Örn Jónsson og félagar í Skjern unnu sinn fjórða sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni er þeir mættu Holstebro, lokatölur 37-31. Handbolti 15. október 2020 21:25
Lið Stefáns Rafns lá í Portúgal | Abalo snéri aftur til Parísar Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Handbolti 15. október 2020 20:45
Ómar Ingi frábær í sigri Magdeburgar | Fyrsta tap Löwen og Bergischer Alls léku fjórir Íslendingar með liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Aðeins einn þeirra var þó í sigurliði. Handbolti 15. október 2020 19:30
Gísli Þorgeir með gleðifréttir: Ég finn ekki fyrir neinu núna Íslenska handboltalandsliðið gæti verið að endurheimta einn efnilegasta handboltamann landsins nú þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson er farinn að spila á fullu með Magdeburg í þýsku deildinni. Handbolti 15. október 2020 17:30
Ekkert getur stöðvað Börsunga þessa dagana Barcelona átti í litlum vandræðum með Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í 18 marka sigri Börsunga, lokatölur 45-27. Handbolti 14. október 2020 20:21
Sigvaldi átti góðan leik í sigri Kielce Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í liði Vive Kielce er liðið lagði Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 34-27 þar sem Sigvaldi skoraði fjögur mörk. Þá vann Álaborg frábæran útisigur á Nantes. Handbolti 14. október 2020 18:31
Einar Andri og Gústi völdu bestu leikmenn Olís-deildarinnar Þeir Einar Andri Einarsson og Ágúst Jóhannsson völdu fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Handbolti 14. október 2020 15:30
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. Handbolti 14. október 2020 12:32
Smit í þremur handboltaliðum á Íslandi Kórónuveiran herjar á handboltalið á Íslandi og leikmenn þriggja liða eru nú í einangrun. Handbolti 14. október 2020 08:32
Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. Handbolti 13. október 2020 15:00
Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. Handbolti 13. október 2020 13:00
Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. Handbolti 13. október 2020 12:00
Enn kvarnast úr liði Fram Perla Ruth Albertsdóttir leikur ekki meira með deildar- og bikarmeisturum Fram á þessu tímabili. Handbolti 12. október 2020 14:31
HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. Handbolti 12. október 2020 13:01