Dætur Þóris Hergeirssonar afar stoltar af föður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:31 Þórir Hergeirsson fagnar með heimsmeistarabikarinn eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gær. AP/Joan Monfort Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti og sigurganga hans hélt áfram á Spáni í gær. Margir glöddust í Noregi og ekki síst fjölskyldumeðlimirnir. Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva. HM 2021 í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira