Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. desember 2021 20:57 HK - KA Olísdeild karla í handbolta vetur 2021-2022. HSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson KA-menn unnu öruggan tíu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. KA-menn tóku forystu á fyrstu mínútum leiksins og sáu Víkingar vart til sólar í fyrri hálfleiknum. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 5-9 fyrir KA og við tók kafli sem að Víkingar skora ekki í um 10 mínútur. Á 25. mínútu ná Víkingar loksins að skora en náðu því svo ekki restina af fyrri hálfleiknum og leiddu KA-menn með 12 mörkum í hálfleik, 6-18. Það mætti allt annað lið til leiks í seinni hálfleik hjá Víking. Þeir voru töluvert ákveðnari og meiri stemmning yfir þeim. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 15-24. Þrátt fyrir að KA-menn hafi verið með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og með gott forskot gáfust Víkingar ekki upp og spiluðu agað. Leikurinn endaði með 9 marka sigri KA, 22-31. Afhverju vann KA? Þeir mættu til leiks í fyrri hálfleik ólíkt Víkingum. Þeir spiluðu góðan sóknarleik og varnarleikurinn var upp á 10 sem endurspeglast í hálfleikstölunum. Þeir gáfu aðeins eftir í seinni hálfleik en hleyptu Víkingum samt aldrei inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Víking voru það Styrmir Sigurðarson, Benedikt Elvar Skarphéðinsson og Jóhannes Berg Andrason allir með 4 mörk. Sverrir Andrésson kom gríðarlega öflugur til leiks og varði 11 bolta, með 37% markvörslu. Hjá KA var það Allan Nordberg atkvæðamestur með 9 mörk. Einar Rafn Eiðsson var með 7 mörk. Nicholas Satchwell var með 8 bolta varða og var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik. Allan Nordberg að skora 1 af sínum 9 mörkum í dagVísir:Hulda Margrét Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá Víkingum var alveg arfaslakur. Það gekk ekkert upp hvorki vörn né sókn og fóru þeir inn í hálfleik búnir að skora 6 mörk. Það virtist á tímabili ekki vera harpex á boltanum þar sem sendingar rötuðu allt of oft útaf hjá þeim. Þeir mættu þó mun betri í seinni hálfleik og verður það ekki tekið af þeim. Hvað gerist næst? Það er komið jóla- og landsleikjafrí. Deildin fer aftur af stað í febrúar. Jónatan Magnússon: Fyrri hálfleikurinn var satt best að segja frábær hjá okkur Jónatan Magnússon þjálfari KA, var sáttur með sigurinn í kvöldVísir: Vilhelm Jónatan Magnússon þjálfari KA, var sáttur með sigurinn og frammistöðu sinna manna þegar liðið sigraði Víking 22-31 í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður bara mjög vel. Ég er ánægður með frammistöðuna okkar og það sem við lögðum inn í leikinn. Það heppnaðist mikið af því sem við ætluðum að gera. Það fyrsta sem ég hugsa núna er að þetta var frábær frammistaða.“ KA-menn mættu gríðarlega öflugir til leiks og gekk allt upp hjá þeim. „Það gekk bara flest allt. Við spilum frábæran varnarleik, vorum ótrúlega þéttir. Við náðum að halda Víking alveg í skefjum. Þeir hafa verið að spila vel upp á síðkastið. Fyrri hálfleikurinn var satt best að segja frábær hjá okkur. Bæði vörn, markvarsla og sókn. Ég var mjög ánægður með það.“ Ertu sáttur með hvar liðið stendur? „Ég er sáttur með sigurinn í dag og ég er sáttur með síðustu leiki. Stigataflan eða hvar við erum, ég vil vera með fleiri stig. Það sem ég tek fram að áramótum er stígandinn í liðinu og við erum núna góða stöðu hvað varðar leikmenn og meiðsli. Við viljum vera ofar á töflunni en það er ekkert sem segir að við getum ekki gert það. Við erum með hörkulið og hörkuhóp. Það verður gaman að byrja aftur eftir pásuna og fara að berjast um að vera í úrslitakeppni sem að mörg lið vilja vera í. Við teljum okkur geta verið þar og ætlum okkur að vera þar.“ Nú er komið jóla-og landsleikjafrí og ætla KA-menn að skella sér til Ungverjalands í æfingarferð. „Nú fara menn og hvíla lúin bein. Svo förum við í þetta hefðbundna lyftingaprógram, aðeins að bæta í styrk og kraft. Svo erum við að fara í mjög skemmtilega ferð til Ungverjalands, æfingaferð sem að verður vonandi til þess að við verðum ennþá samstilltari fyrir seinni hlutann.“ Olís-deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Jón Gunnlaugur: Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. desember 2021 20:15
KA-menn unnu öruggan tíu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. KA-menn tóku forystu á fyrstu mínútum leiksins og sáu Víkingar vart til sólar í fyrri hálfleiknum. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 5-9 fyrir KA og við tók kafli sem að Víkingar skora ekki í um 10 mínútur. Á 25. mínútu ná Víkingar loksins að skora en náðu því svo ekki restina af fyrri hálfleiknum og leiddu KA-menn með 12 mörkum í hálfleik, 6-18. Það mætti allt annað lið til leiks í seinni hálfleik hjá Víking. Þeir voru töluvert ákveðnari og meiri stemmning yfir þeim. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 15-24. Þrátt fyrir að KA-menn hafi verið með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og með gott forskot gáfust Víkingar ekki upp og spiluðu agað. Leikurinn endaði með 9 marka sigri KA, 22-31. Afhverju vann KA? Þeir mættu til leiks í fyrri hálfleik ólíkt Víkingum. Þeir spiluðu góðan sóknarleik og varnarleikurinn var upp á 10 sem endurspeglast í hálfleikstölunum. Þeir gáfu aðeins eftir í seinni hálfleik en hleyptu Víkingum samt aldrei inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Víking voru það Styrmir Sigurðarson, Benedikt Elvar Skarphéðinsson og Jóhannes Berg Andrason allir með 4 mörk. Sverrir Andrésson kom gríðarlega öflugur til leiks og varði 11 bolta, með 37% markvörslu. Hjá KA var það Allan Nordberg atkvæðamestur með 9 mörk. Einar Rafn Eiðsson var með 7 mörk. Nicholas Satchwell var með 8 bolta varða og var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik. Allan Nordberg að skora 1 af sínum 9 mörkum í dagVísir:Hulda Margrét Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá Víkingum var alveg arfaslakur. Það gekk ekkert upp hvorki vörn né sókn og fóru þeir inn í hálfleik búnir að skora 6 mörk. Það virtist á tímabili ekki vera harpex á boltanum þar sem sendingar rötuðu allt of oft útaf hjá þeim. Þeir mættu þó mun betri í seinni hálfleik og verður það ekki tekið af þeim. Hvað gerist næst? Það er komið jóla- og landsleikjafrí. Deildin fer aftur af stað í febrúar. Jónatan Magnússon: Fyrri hálfleikurinn var satt best að segja frábær hjá okkur Jónatan Magnússon þjálfari KA, var sáttur með sigurinn í kvöldVísir: Vilhelm Jónatan Magnússon þjálfari KA, var sáttur með sigurinn og frammistöðu sinna manna þegar liðið sigraði Víking 22-31 í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður bara mjög vel. Ég er ánægður með frammistöðuna okkar og það sem við lögðum inn í leikinn. Það heppnaðist mikið af því sem við ætluðum að gera. Það fyrsta sem ég hugsa núna er að þetta var frábær frammistaða.“ KA-menn mættu gríðarlega öflugir til leiks og gekk allt upp hjá þeim. „Það gekk bara flest allt. Við spilum frábæran varnarleik, vorum ótrúlega þéttir. Við náðum að halda Víking alveg í skefjum. Þeir hafa verið að spila vel upp á síðkastið. Fyrri hálfleikurinn var satt best að segja frábær hjá okkur. Bæði vörn, markvarsla og sókn. Ég var mjög ánægður með það.“ Ertu sáttur með hvar liðið stendur? „Ég er sáttur með sigurinn í dag og ég er sáttur með síðustu leiki. Stigataflan eða hvar við erum, ég vil vera með fleiri stig. Það sem ég tek fram að áramótum er stígandinn í liðinu og við erum núna góða stöðu hvað varðar leikmenn og meiðsli. Við viljum vera ofar á töflunni en það er ekkert sem segir að við getum ekki gert það. Við erum með hörkulið og hörkuhóp. Það verður gaman að byrja aftur eftir pásuna og fara að berjast um að vera í úrslitakeppni sem að mörg lið vilja vera í. Við teljum okkur geta verið þar og ætlum okkur að vera þar.“ Nú er komið jóla-og landsleikjafrí og ætla KA-menn að skella sér til Ungverjalands í æfingarferð. „Nú fara menn og hvíla lúin bein. Svo förum við í þetta hefðbundna lyftingaprógram, aðeins að bæta í styrk og kraft. Svo erum við að fara í mjög skemmtilega ferð til Ungverjalands, æfingaferð sem að verður vonandi til þess að við verðum ennþá samstilltari fyrir seinni hlutann.“
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Jón Gunnlaugur: Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. desember 2021 20:15
Jón Gunnlaugur: Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. desember 2021 20:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti