Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Igor Kopishinsky til Hauka

Haukar hafa styrkt liðið sitt enn frekar fyrir komandi átök í Olís-deildinni í vor en liðið var rétt í þessu að tilkynna að úkraínski hornamaðurinn Igor Kopishinsky hafi samið við liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu Hjálmar leika Óla Stefáns, Dag Sig og Loga Geirs

Handboltaþjálfarinn og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson var gestur Guðmundar Benediktssonar og Hjálmars Arnar Jóhannssonar í síðasta þætti af „Þeir tveir“ sem er vikulegur íþróttaskemmtiþáttur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 Sport.

Handbolti
Fréttamynd

Dan­mörk nældi í brons

Danmörk vann til bronsverðlauna á EM í handbolta með því að hefna fyrir tapið gegn Frakklandi í lokaleik milliriðils sem þýddi að Ísland komst ekki í undanúrslit. Lokatölur eftir framlengdan leik 35-32.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur

„Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Spán­verjar í úr­slit eftir sætan sigur á Dönum

Evrópumeistarar Spánar gerði sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta, Íslendingum til mikillar gleði. Lokatölur 29-25 og Spánn komið í úrslit þriðja Evrópumótið í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni

Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila.

Handbolti