Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ókeypis á leikina við Ísrael um helgina

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur afar mikilvæga leiki við Ísrael um helgina á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stefnt er á að fylla höllina og er aðgangur ókeypis í boði Arion banka.

Handbolti
Fréttamynd

Stiven hló eftir stysta viðtal sögunnar

Valsarinn Stiven Valencia var fenginn í viðtal eftir sigurinn góða gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöld en þurfti ekki að verja löngum tíma fyrir framan míkrafóninn.

Handbolti
Fréttamynd

„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús

Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32.

Handbolti
Fréttamynd

„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“

„Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri Mag­deburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan átta marka sigur á Leipzig í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt frábær í liði Magdeburg á meðan Ómar Ingi Magnússon var heldur rólegur í tíðinni ef miða má við frammistöður hans undanfarin misseri.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur í Færeyjum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan fimm marka sigur á Færeyjum í vináttulandsleik ytra í dag, lokatölur 28-23. Liðin mætast aftur á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Aron öflugur í sigri Ála­borgar

Álaborg vann fimm marka sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 44-39. Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson kom að níu mörkum í liði Álaborgar.

Handbolti
Fréttamynd

KA úr leik eftir fjögurra marka tap

KA féll í dag úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn austurríska liðinu HC Fivers. Lokatölur í dag 26-30 eftir að KA hafði unnið fyrri leik liðanna 30-29.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján Örn markahæstur í sigri

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er PAUC vann öruggan fimm marka útisigur gegn Creteil í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-32.

Handbolti