KA menn unnu góðan fjögurra marka sigur í Grafarvoginum, en Fjölnismenn, sem leika í Grill66-deildinni, gáfu Olís-deildarliðinu ekkert eftir.
Staðan þegar um tíu mínútur voru til leiksloka var enn jöfn, 22-22, en þá sigldu norðanmenn framúr og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 23-27.
Þá vann FH öruggan 13 marka sigur gegn ÍR á sama tíma, 25-38. FH-ingar leiddu með sex mörkum í hálfleik og var í raun aldrei spurning hvorum meginn sigurinn myndi enda.