Sérstakt að verða heimsmeistari í nánast tómri höll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:00 Janus Daði Smárason kom til Magdeburg fyrir tímabilið eftir ársdvöl hjá Kolstad í Noregi. getty/Mario Hommes Janus Daði Smárason vann sinn fyrsta titil með Magdeburg þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða þriðja árið í röð um helgina. Hann nýtur sín vel hjá þýska stórliðinu en hefur varla haft tíma til anda síðan hann kom, enda nóg að gera. Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þýski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira