Golfstrákarnir nálægt botninum Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 18. sæti af 20 á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Svíþjóð. Liðið lék samtals á 23 höggum yfir pari í dag eða tveim höggum meira en Sviss sem er í 17. sæti. Golf 6. júlí 2010 17:26
Íslenska liðið langneðst Íslenska kvennalandsliðið í golfi fór ekki vel af stað á EM í dag og er í 17. og langneðsta sæti mótsins sem fram fer á Spáni. Golf 6. júlí 2010 16:40
Eygló dregur sig úr landsliðinu Eygló Myrra Óskarsdóttur mun ekki fara með íslenska landsliðinu í golfi til Spánar þar sem sem landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu. Golf 30. júní 2010 13:45
Hlynur og Valdís með góða forystu Hlynur Geir Hjartarson leiðir stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir sigur á Canon-mótinu um síðustu helgi. Hann er með góða forystu en Kristján Þór Einarsson er honum næstur. Golf 30. júní 2010 07:30
Léku 146 holur á Íslandi á 24 tímum Tveir Englendingar spiluðu átta golfhringi og tveimur holum betur, alls 146 holur, á einum sólarhring í gær og í dag. Strákarnir voru að styrkja góð málefni í heimalandi sínu en þeir léku holurnar á Kiðjabergsvelli. Golf 29. júní 2010 19:30
Hlynur Geir og Tinna unnu á Urriðavelli Hlynur Geir Hjartarson og Tinna Jóhannsdóttir, bæði úr GK, unnu sigur á Canon-mótinu í golfi sem lauk á Urriðavelli í dag. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Golf 27. júní 2010 21:15
Golflandsliðin fyrir EM valin Ragnar Ólafsson landsliðsþjálfari hefur valið þá kylfinga sem taka þátt í EM í golfi í sumar. Keppt verður 6.-10.júlí. EM karla fer fram hjá Österåkers Golf Club, Åkersberga í Svíþjóð og kvennalið íslands leikur á La Manga Club á Spáni. Golf 25. júní 2010 15:30
McDowell vann US Open - Tiger fjórði Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt. Golf 21. júní 2010 08:59
Tiger fimm höggum frá efsta manni Tiger Woods þarf að spila enn betur en hann gerði í gær á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Þá fer lokadagurinn fram og er Tiger fimm höggum á eftir efsta manni. Golf 20. júní 2010 12:00
Fimm ár Tiger Woods á toppnum á enda um helgina? Opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, verður um næstu helgi. Allra augu beinast sem endranær að Tiger Woods. Golf 15. júní 2010 16:30
Hélt hann hefði sett vallarmet en var dæmdur úr leik Það var æði skrautlegt Fitness Sport mótið á Eimskipsmótaröðinni um helgina. Veður sett strik í reikninginn og þá bárust fréttir af glæsilegu vallarmeti, sem þurfti síðan að draga til baka. Golf 15. júní 2010 13:00
Sigurþór vann á Leirdalsvelli Allt útlit er fyrir að Sigurþór Jónsson, GK, hafi borið sigur úr býtum á Fitness Sport-mótinu sem fór fram á Leirdalsvelli í dag. Golf 13. júní 2010 19:12
Byrjað upp á nýtt á Fitness Sportmótinu í dag Fitness Sportmótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi var frestað vegna slæms veðurs í gær og hringurinn sem leikinn var í gær var felldur niður að fullu. Mótið fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Golf 13. júní 2010 06:00
Seinni hring dagsins á Fitness Sportmótinu frestað Það hefur orðið breyting á Fitness Sportmótinu sem er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi en spilað er á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mótstjórn hefur ákveðið að fresta seinni hring dagsins vegna veðurs. Golf 12. júní 2010 13:27
Birgir Leifur ætlar aftur á Evrópumótaröðina Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stefnir á að komast aftur inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hann missti réttinn í fyrra en þá var hann meiddur. Golf 8. júní 2010 15:45
Björgvin: Askan hafði mikil áhrif á alla Björgvin Sigurbergsson og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu fyrsta stigamót GSÍ sem fór fram í Eyjum um helgina. Björgvin var jafn Kristjáni Þór Einarssyni á 138 höggum en vann umspilið þar sem hann fékk par en Kristján skolla. Golf 31. maí 2010 06:30
Björgvin vann eftir bráðabana Björgvin Sigurbergsson úr GK vann fyrsta stigamót GSÍ-mótaraðarinnar eftir umspil við Kristján Þór Einarsson úr GKj. Þeir spiluðu báðir á 138 höggum eða á tveimur undir pari. Golf 30. maí 2010 16:15
Valdís vann í Vestmannaeyjum Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni bar sigur úr býtum á Flugfélags Íslands mótinu en keppni í kvennaflokki er nýlokið. Leikið var í Vesmannaeyjum. Golf 30. maí 2010 13:21
Ólafur Björn á fimm undir í Eyjum Íslandsmeistarinn Ólafur Björn Loftsson er á fimm höggum undir pari eftir fyrri hringinn á Flugfélags Íslands-mótinu, fyrsta mótinu í Íslandsmeistaramótaröðinni, sem fer fram í Vestmannaeyjum. Golf 29. maí 2010 19:30
Ólafur Loftsson byrjar vel í Eyjum Íslandsmótið í golfi hófst í morgun í Vestmannaeyjum. Fyrstu kylfingar fóru út klukkan 7.40 en blíðskaparveður er í Eyjum. Golf 29. maí 2010 14:00
Geta fylgst með skori kylfinga í gegnum símann úti á velli Golfsamband Íslands hefur aukið þjónustu sína til muna fyrir áhugamenn um golf. Nú gerir GSÍ fólki kleift að fylgjast með skori kylfinga í beinni útsendingu á netinu, beint í síma. Golf 28. maí 2010 12:15
Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum í góðu standi Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót. Golf 28. maí 2010 10:00
GSÍ eflir verkefni afrekskylfinga á nýjan leik Golfsamband Íslands hefur ákveðið að efla á nýjan leik verkefni afrekskylfinga frá Íslandi. Verkefnin voru skorin niður á síðasta ári vegna efnahagsástandsins. Golf 27. maí 2010 19:00
Tiger Woods spilar aftur eftir meiðsli Tiger Woods mun snúa aftur til leiks á golfvellinum í næstu viku þegar hann tekur þátt í Memorial mótinu í Ohio. Hann ætlar að spila þrátt fyrir að vera í litlu sem engu formi. Golf 27. maí 2010 11:30
Ellefu af 30 sterkustu kylfingum landsins vantar á fyrsta stigamótið Fyrsta stigamót ársins í golfinu fer fram í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Mikil spenna er á meðal golfáhugamanna fyrir mótinu enda tímabilið loksins að byrja aftur. Golf 25. maí 2010 12:45
Tiger ekki öruggur um sæti í Ryder-liðinu Tiger Woods er ekki öruggur um sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Corey Pavin, fyrirliði, velur fjóra leikmenn en átta leikmenn fá sjálfkrafa þátttökurétt vegna stiga. Golf 24. maí 2010 20:30
Ólafía Þórunn jafnaði vallarmet Ragnhildar í Leirunni Um helgina fór fram fyrsta keppnishelgi sumarsins í golfinu er keppt var á unglingamótaröð og Áskorendamótaröð Arion banka. Keppt var í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja og á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Golf 23. maí 2010 21:00
Tiger tekur þátt í opna breska Tiger Woods hefur staðfest að hann ætli sér að spila á opna breska meistaramótinu í golfi þó svo hann sé að glíma við hálsmeiðsli. Meiðslin urðu þess valdandi að hann varð að hætta keppni á Players-meistaramótinu fyrir tíu dögum síðan. Golf 18. maí 2010 11:45
Tiger hætti vegna hálsmeiðsla þegar ellefu holur voru eftir Tiger Woods kláraði ekki lokahringinn á Players-meistaramótinu í golfi í nótt þar sem hann varð að hætta vegna hálsmeiðsla þegar hann var búinn með 7 af 18 holum á lokahringnum. Golf 10. maí 2010 09:30
Tiger talsvert frá sínu besta Tiger Woods á litla von um sigur á Players Championshíp-mótinu eftir tvo daga. Tiger er níu höggum á eftir Englendingnum Lee Westwood sem er að spila frábærlega. Golf 8. maí 2010 12:15