Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open 16. júní 2011 17:30 Lee Westwood er annar í röðinni á heimslistanum í golfi. AFP Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty. Golf Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty.
Golf Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira