Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Lífið 17. október 2021 14:49
Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. Lífið 16. október 2021 12:40
Birgir fer til Play Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 15. október 2021 09:39
Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Viðskipti innlent 13. október 2021 16:57
Yfir nífalt fleiri brottfarir í september Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í septembermánuði. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í september en um að ræða 969% aukningu milli ára. Viðskipti innlent 12. október 2021 17:09
Play bætir við þremur nýjum áfangastöðum á Norðurlöndum Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð. Viðskipti innlent 12. október 2021 11:19
Geimfari náði mynd af þotu á flugi Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa annað sjónarhorn á Jörðina en við hin. Það sést glögglega á ljósmynd sem bandaríski geimfarinn Megan McArthur náði úr geimstöðinni á dögunum. Erlent 11. október 2021 23:30
Sextán látin í flugslysinu í Rússlandi Alls létust sextán manns þegar flugvél með fallhlífarstökkvara innanborðs hrapaði í Tatarstan í Rússlandi, ekki langt frá fljótinu Volgu, í morgun. Erlent 10. október 2021 07:51
Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári. Viðskipti innlent 8. október 2021 13:14
Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. Innlent 8. október 2021 10:53
Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni. Viðskipti innlent 8. október 2021 08:35
Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega. Innlent 7. október 2021 19:30
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. Viðskipti innlent 7. október 2021 12:18
Farþegar gætu orðið fleiri árið 2024 en fyrir faraldur Fleiri farþegar gætu farið um Keflavíkurflugvöll árið 2024 en 2019 ef bjartsýnasta spá Isavia gengur eftir. Samkvæmt henni verða þeir tæplega 7,9 milljónir talsins sem er meira en mældist árið fyrir heimsfaraldurinn. Viðskipti innlent 7. október 2021 09:22
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. Innlent 7. október 2021 07:31
Segja Ísland munu verða útundan með strangar aðgerðir á landamærunum „Ef löndin í kringum okkur verða með mun léttari aðgerðir getum við ekki ætlast til þess að ná sama árangri. Við höfum alveg séð það skýrt að harðar aðgerðir á landamærum hafa áhrif á ferðavilja og á orðspor Íslands sem áfangastaðar.“ Innlent 7. október 2021 06:47
Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2021 19:16
Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum. Innlent 6. október 2021 07:09
Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. Innlent 5. október 2021 18:09
Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. Innlent 5. október 2021 09:03
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. Innlent 5. október 2021 06:48
Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Skoðun 4. október 2021 11:00
Átta létust þegar einkaþota brotlenti í Mílanó Einkaþota brotlenti á skrifstofubyggingu í Mílanó á Ítalíu í dag með þeim afleiðingum að allir átta um borð létust. Byggingin var mannlaus þegar flugslysið varð og engan sakaði á jörðu niðri. Erlent 3. október 2021 20:58
Ekki hægt að hleypa farþegunum út vegna öryggisreglna í flugstöðinni Ekki var hægt að hleypa farþegum úr flugvél Icelandair sem lent var á Keflavíkurflugvelli í gær vegna öryggiskrafna í flugstöðinni. Boeing 737 Max flugvél Icelandair frá Akureyri var beint til Keflavíkur eftir að ekki var hægt að lenda henni í Reykjavík vegna veðurs. Innlent 2. október 2021 15:31
Flugvél Icelandair snúið við frá Reykjavíkurflugvelli: Farþegar biðu í tæpar tvær klukkustundir Flugvél Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli sökum sviptivindar í kvöld. Vélinni var beint til Keflavíkur þar sem við tók glundroði og löng bið. Innlent 2. október 2021 00:06
Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. Viðskipti innlent 1. október 2021 19:58
Rússneskum glímuköppum hent úr flugvél vegna dólgsláta Sjö úr rússneska glímulandsliðinu var hent út úr flugvél vegna óláta. Meðal þeirra var nýkrýndur Ólympíumeistari. Sport 1. október 2021 14:46
Rekstrarafkoma Isavia neikvæð um 5,1 milljarð á fyrri hluta árs Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins var neikvæð um 5,1 milljarð króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 5,3 milljarða króna fyrir sama tímabili á síðasta ári. Viðskipti innlent 1. október 2021 13:38
Play er enginn leikur fyrir launafólk Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Skoðun 1. október 2021 12:31
Kemur frá Landsvirkjun og tekur við markaðsmálunum hjá Isavia Jón Cleon hefur verið ráðinn nýr deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Viðskipti innlent 1. október 2021 10:58