Ekkert verður af áætlunarflugi Condor til Akureyrar og Egilsstaða í ár Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 09:53 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia. Vísir/Sigurjón Þýska flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt í Þýskalandi sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Markaðssetning er sögð hafa farið of seint af stað. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að mikil vinna hafi verið unnin í tengslum við flugið af hálfu heimamanna á Akureyri og Egilsstöðum, sem og Condor, og að stefnt sé að því að nýta þann undirbúning fyrir árið 2024. Það muni þó skýrist á næstu vikum. Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí á síðasta ári, en í tilkynningunni frá Isavia segir að að þeirra mati hefði fyrirvarinn þurft að vera enn lengri til að tryggja betur bókanir frá ferðaskrifstofum. Til stóð að fljúga í hverri viku á tímabilinu á milli Frankfurt- og Akureyrarflugvallar og Frankfurt- og Egilsstaðaflugvallar. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega. Stefna á næsta sumar Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia Innanlandsflugvalla, að því miður hafi verkefnið með Condor ekki gengið upp í ár. Þó séu vonir bundnar við að af millilandaflugi milli Þýskalands og Norður- og Austurlands verði árið 2024. „Það eru margir þættir sem leiddu til þessarar niðurstöðu, markaðssetningin erlendis hófst ekki nógu snemma til að ná flugi fyrir árið í ár og breyttar markaðsforsendur áttu einnig sinn þátt í að svona fór. Áhugi flugfélaga á millilandaflugi til Norður- og Austurlands fer stöðugt vaxandi, við finnum það mjög sterkt á ferðakaupstefnum og vinnustofum erlendis,” segir Sigrún Björk. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega.Getty/Marcos del Mazo Sigrún Björk segir ennfremur að reynslan sýni að þetta sé langhlaup og flugfélög séu varkár í sínum ákvörðunum um nýja áfangastaði og flugleiðir. Það þurfi því töluvert úthald til að láta hlutina ganga upp. „Það er afar mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á aðgengi að landinu í gegnum nýjar gáttir í takti við stefnu stjórnvalda um að efla ferðaþjónustu í öllum landshlutum. Það verður áfram helsta markmið okkar og sem fyrr segir er áhuginn greinilega til staðar. Framboð á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll hefur aldrei verið meira og ferðaskrifstofur sem bjóða ferðir þangað hafa verið að fjölga ferðum, svo dæmi sé tekið. Viðhöfum heyrt frá Condor að þau hafi fulla trú á áfangastöðum á Íslandi, sér í lagi á Austur- og Norðurlandi. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að ferðamenn sem hingað koma hafa mikinn áhuga á að heimsækja landið aftur og skoða þá nýja landshluta og þýski markaðurinn hefur verið einn af lykilmörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu,” er haft eftir Sigrúnu Björk. Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að mikil vinna hafi verið unnin í tengslum við flugið af hálfu heimamanna á Akureyri og Egilsstöðum, sem og Condor, og að stefnt sé að því að nýta þann undirbúning fyrir árið 2024. Það muni þó skýrist á næstu vikum. Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí á síðasta ári, en í tilkynningunni frá Isavia segir að að þeirra mati hefði fyrirvarinn þurft að vera enn lengri til að tryggja betur bókanir frá ferðaskrifstofum. Til stóð að fljúga í hverri viku á tímabilinu á milli Frankfurt- og Akureyrarflugvallar og Frankfurt- og Egilsstaðaflugvallar. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega. Stefna á næsta sumar Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia Innanlandsflugvalla, að því miður hafi verkefnið með Condor ekki gengið upp í ár. Þó séu vonir bundnar við að af millilandaflugi milli Þýskalands og Norður- og Austurlands verði árið 2024. „Það eru margir þættir sem leiddu til þessarar niðurstöðu, markaðssetningin erlendis hófst ekki nógu snemma til að ná flugi fyrir árið í ár og breyttar markaðsforsendur áttu einnig sinn þátt í að svona fór. Áhugi flugfélaga á millilandaflugi til Norður- og Austurlands fer stöðugt vaxandi, við finnum það mjög sterkt á ferðakaupstefnum og vinnustofum erlendis,” segir Sigrún Björk. Flugfélagið Condor flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega.Getty/Marcos del Mazo Sigrún Björk segir ennfremur að reynslan sýni að þetta sé langhlaup og flugfélög séu varkár í sínum ákvörðunum um nýja áfangastaði og flugleiðir. Það þurfi því töluvert úthald til að láta hlutina ganga upp. „Það er afar mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á aðgengi að landinu í gegnum nýjar gáttir í takti við stefnu stjórnvalda um að efla ferðaþjónustu í öllum landshlutum. Það verður áfram helsta markmið okkar og sem fyrr segir er áhuginn greinilega til staðar. Framboð á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll hefur aldrei verið meira og ferðaskrifstofur sem bjóða ferðir þangað hafa verið að fjölga ferðum, svo dæmi sé tekið. Viðhöfum heyrt frá Condor að þau hafi fulla trú á áfangastöðum á Íslandi, sér í lagi á Austur- og Norðurlandi. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að ferðamenn sem hingað koma hafa mikinn áhuga á að heimsækja landið aftur og skoða þá nýja landshluta og þýski markaðurinn hefur verið einn af lykilmörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu,” er haft eftir Sigrúnu Björk.
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira