Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir

Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar

Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðleikar í innanlandsflugi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða

Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak.

Innlent
Fréttamynd

Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air

Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.

Viðskipti innlent